Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 95
95
með tímunum á stærrum heimilum fíeiri skálar en
einn (gestaskáli eða gestahús; kvennaskáli, afþiljaðr
hluti skálans, er einkanlega var ætlaðr konum),
fleiri stofur en ein (litla sto/a, ytri stofa), og fleiri
matbúr en eitt (mj'ólkrbúr, skyrbúr)l. Lopt voru í
ýmsum innihúsum, svo sem i anddyri (dyralopt) og
í skála (svefnlopt), og ýmsir voru klefar, svo sem
svefnklefar, borðhús í stofu til þess að geyma í
(borð2 og) borðbúnað, og enn aðrir klefar, svo sem
mjölklefi og skreiðarklefi af eldhúsi. Alllíklegt er,
að torfhús og taðhús hafi og venjulega verið í
húsasamstæðunni. Kjallarar voru og undir sumum
húsum til þess að varðveita í vín (vínkjallarar) og
annað, og á elztu tímum voru og jarðhús undir
sumum húsum, til þess að leynast í. Sumstaðar
var úr bænum innangengt í fjós.
Geymsluhúsin, sem voru vanalega sérstæð, hafa
verið fleiri og færri, smærri og stærri, eptir þótta
hvers og þörfum. f>au hafa ýms nöfn, svo sem
skemma, útiskemma, útibúr, gjörvibúr, fatabúr, söðla-
búr. Stundum hefir þeim verið svo hagað, að þar
mætti rekkjur reiða (í sérstökum klefa eða á lopti:
svefnskemma, svefnbúr). Stundum hefir eldhús verið
áfast við þess konar útibúr (útieldhús)3 * * *. Penings-
1. Nöfnin skyrbúr og mjólkrbúr benda á, að fleiri búr bafi
verið en eitt, svo sem enn á sér stað, þótt höf. taki það eigi
fram.
2. Borð, sem voru laus og stóðu á borðstólum, voru hafin
fram eða tekin fram að matmáli, en tekin ofan (eða borðum
hrundið) að lokinni máltíð.
3. Litlahús (i Reykjaholti: Sturl9 i. 393). sem eigi virðast
hafa verið eiginleg úthýsi, en öllu heldr íbúðarhús einhverra
heimamanna (avo sem enn eru sumstaðar 2 baðstofur), voru
samstæð skemmu, er sofið var í á loptinu.