Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Síða 54

Eimreiðin - 01.05.1902, Síða 54
134 Viö ræddum um það margsinnin, að við skyldum ganga upp á Hádegishnjúk, þegar við værum orðin stór, og seilast þaðan upp í sólina um miðdegisbilið. Pegar sólin gekk út með fjallabrúnunum á kvöldin, fór hún svo nærri þeim, að auðvelt sýndist, að ná til hennar af Náttmála- nibbu. Og þegar sólin slcein milli skýjanna í suðrinu, og skúraskinið gerðist svo heitt, að okkur ómætti, mændum við út í bláinn og þóttumst sjá inn í guðsríki. Pá lék systir mín við hvern sinn fingur, baðaði út höndum, eins og þegar hálf-fleygur ungi reynir vængjatök. En þegar flugfærin reyndust ónýt, tók hún til fótanna og hoppaði eins og lamb á stekk, meö brekkufífla í barminum og túnsóleyjar í hári. Pannig liðu dagarnir og árin. Systir mín var fermd og líktist hún þá túnbrekku tilsýndar, svo mikill var sóleyja og fíflafjöldinn, sem við hana loddi. Pann dag var hún glöð venju fremur. Hún sat fremst í hringn- um við altarið og hafði glöggar gætur á öfundaraugunum, sem rent var til hennar framan úr kirkjunni. Hins vegar var henni hlýtt í brjósti þennan dag: Presturinn ræddi svo átakanlega um spillingu heimsins, að hún hét guði trúrri þjónustu alla æfi. Presturinn var í augum hennar yfirmaður allra annarra manna á jarðríki, en heimurinn saurigur og syndumspiltur aftan frá syndafalli og fram á dómsdag. Hún gekk heim frá kirkjunni og staðfestingarheiti trúar sinnar í þungum þönkum. Hana langaði til að yfirgefa heiminn og ganga í klaustur, eða gerast trúboði; því öll önnur staða var synd og svívirðing. En eftir ferminguna tók heiðsól hamingjunnar að lækka á lofti. Systir mín hlýddi löngum á mál manna og komst hún þá að því eitt sinni, að jörðin er ekki eins flöt og hún hafði ætlað. Pegar gangnamennirnir komu heim um haustið úr fjárleitunum, sögðust þeir hafa gengið upp á Hádegishnjúk, og kom það þá í ljós, að þeir sáu hærri fjöll fyrir handan hnjúkinn, en hann var, og að þaðan var óravegur til sólarinnar.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.