Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Side 62

Eimreiðin - 01.05.1902, Side 62
142 um ókannaðar leiðir var að ræða. Við héldum þegar af stað til dómarans og náðum þangað heil á húfi. ]?ar var gott að litast um. Réttarsalurinn var fóðraður innan með rauðu skarlati og dómarinn var í skósíðum feldi úr sama efni. Glófa hafði hann á höndum úr snjóhvítu, sútuðu lambskinni, með gleraugu á nefi, sem ætlað var, að hann sæi gegnum inn í hugskot manna. Pegar við komum í réttarsalinn, stóð þar yfir réttarhald í hvalrekamáli. Pað mál var þannig vaxið, að fátækur bóndi nokkur, sem var leiguliði auðugs manns, hafði veitt smáhveli fáein í hafís- vök fyrir landi því, er hann bjó á. Landsdrottinn véfengdi þetta og hélt hinu fram, að smáhvelin mundi hafa rekið á land upp og bóndinn stolið þeim úr fjörunni. Nú hafði bóndakonan verið kölluð fyrir réttinn — ólétt og komin að falli. Dómarinn var mikill á velli og rómsterkur, öndóttur í augum og bar hátt höfuðið. Hann lagði ýmsar krókaspurningar fyrir konuna, sem var einurðarlítil og óvön yfirvaldsraustinni. Pvældi hann konuna þangað til, að hún misti valdið yfir jafn-vægiskröft- um sínum og fell í öngvit niður fyrir fætur rauðklædda mannsins með hvítu hendurnar. — Barnið, sem hún fæddi síðar, varð óviti, og máttleysingi annars vegar. Pegar systir mín sá, hvað gerðist, varð hún frá sér numin af ótta og angist. Hún hljóðaði upp og mælti: Guð minngóðurl er þetta verndari réttlætisins ? — Hún fálmaði fram að dyrunum, rak sig á dyrustafinn og fékk bláa kúlu á gagnaugað hægra megin. Við héldum nú heim og bar ég hana nálega á höndum mín- um og var hún nær dauða en lífi. Við náðum heim með hörkubrögðum. Nú lagðist systir mín í rekkju og lá rúmföst langa hríð. Stundum var hún með hálf- gildings óráði og þóttist sjá ofsjónir. Pegar þessu hafði farið fram nokkurn tíma, fékk hún bók í hendur, sem heitir »Bókin um lífið«. Hún hafði að geyma margar ræður um »guðsríkið á jörðinni«, »heimiliskristindóm«, »trúna á lífið« o. s. frv. Systir mín las hana með athygli, og hafði bókin þau áhrif á hana, að hún tók að hressast smámsaman og rakna við úr því ómegni, sem hún hafði verið undirorpin.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.