Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Side 24

Eimreiðin - 01.09.1916, Side 24
i8o dregin úr goðafræði Grikkja og Rómverja, og mörg eru arabisk, því á miðöldunum fengust Arabar meira við stjörnufræði en nokk- ur önnur þjóð. Á Islandi hafa frá fornu fari nokkur stjörnunöfn verið algeng, t. d. Leiðarstjarnan (Pólstjarnan), Blástjarn- an eða S u ð ur s t j ar n a n (Vega), Sjöstirnið (Pleiades)r Vagninn (Ursa major, Björn hinn meiri), fjósakonur (Órí- onsbelti) og fjósakarlar eða fiskikarlar (Óríonssverð), Kaupamannastjarnan (Kapella), Maríurokkur (Kassíó- peia); til forna var Blástjarnan kölluð Suðurstjarna, en Arktúrus Dagstjarna. Pað er tiltölulega hægt, að átta sig á stjörnu- himninum með stjörnukortum, sem nú eru mörg til og fást fyrir lítið verð, ef miðað er við hinar stóru alþektu stjörnur. Hinar smærri stjörnur eru vanalega táknaðar með bókstöfum úr gríska stafrofinu eða þá með tölum, og er merkis þess, sem stjarnan .telst undir, þá getið um leið. Stjörnufræðingar leita þó ekki eftir stjörnum í stjörnumerkjum, en ákveða stað þeirra á himninum eftir breidd og lengd, eins og landfræðingar ákveða legu borga á jörðunni. Himinhvolfinu er skift niður með stiganeti, eins og jarðarhnettinum, breiddin á himninum er kölluð »deklínatíón« eða miðbaugsfirð, en lengdin >rektascensíón« eða vorhnútsfirð. Mið- baugsfirðin er reiknuð 900 norður og suður, eins og breidd á jörðu, + merki sett við stjörnustaði á norðurhveli, en -f- merki við staði á suðurhveli. Vorhnútsfirð er talin í 3600 alt í kring- Klukkustundir telja stjörnufræðingar áfram 24 í öllum sólar- hringnum. Ljós fastastjarija er, eins og kunnugt er, ókyrt og tindrandi, oft með mörgum snöggum litbreytingum. Pó flestar séu hvítar t raun og veru, þá tindra þær með ýmsum litblæ, eins og glitr- andi gimsteinar; allmargar eru líka að eðli sínu rauðar, sumar gular, bláar eða grænar. En hin snöggu litaskifti stjarnanna og hið mislita blik þeirra, sem getur verið svo undrafagurt á heið- skíru vetrarkvöldi, orsakast af lofthvolfi jarðar, sem ljósið verð- ur að fara í gegnum. Til jarðarinnar nær í raun réttri aðeins einn geisli af hvítu ljósi frá hverri stjörnu í einu, en af því hin efri lög gufuhvolfsins eru á sífeldu iði, deilist geislinn, er hann flýgur í gegnum loftið, ýmislega í frumlitina, eins og hann brotnaði í strendu gleri; en vegna breytinga og loftstrauma, mismunandi raka og þurks í loftlögunum, verða sífeldar augnabliksbreytingar á litunum. Pegar stjörnurnar tindra mikið, er það vanalega vott-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.