Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 24

Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 24
i8o dregin úr goðafræði Grikkja og Rómverja, og mörg eru arabisk, því á miðöldunum fengust Arabar meira við stjörnufræði en nokk- ur önnur þjóð. Á Islandi hafa frá fornu fari nokkur stjörnunöfn verið algeng, t. d. Leiðarstjarnan (Pólstjarnan), Blástjarn- an eða S u ð ur s t j ar n a n (Vega), Sjöstirnið (Pleiades)r Vagninn (Ursa major, Björn hinn meiri), fjósakonur (Órí- onsbelti) og fjósakarlar eða fiskikarlar (Óríonssverð), Kaupamannastjarnan (Kapella), Maríurokkur (Kassíó- peia); til forna var Blástjarnan kölluð Suðurstjarna, en Arktúrus Dagstjarna. Pað er tiltölulega hægt, að átta sig á stjörnu- himninum með stjörnukortum, sem nú eru mörg til og fást fyrir lítið verð, ef miðað er við hinar stóru alþektu stjörnur. Hinar smærri stjörnur eru vanalega táknaðar með bókstöfum úr gríska stafrofinu eða þá með tölum, og er merkis þess, sem stjarnan .telst undir, þá getið um leið. Stjörnufræðingar leita þó ekki eftir stjörnum í stjörnumerkjum, en ákveða stað þeirra á himninum eftir breidd og lengd, eins og landfræðingar ákveða legu borga á jörðunni. Himinhvolfinu er skift niður með stiganeti, eins og jarðarhnettinum, breiddin á himninum er kölluð »deklínatíón« eða miðbaugsfirð, en lengdin >rektascensíón« eða vorhnútsfirð. Mið- baugsfirðin er reiknuð 900 norður og suður, eins og breidd á jörðu, + merki sett við stjörnustaði á norðurhveli, en -f- merki við staði á suðurhveli. Vorhnútsfirð er talin í 3600 alt í kring- Klukkustundir telja stjörnufræðingar áfram 24 í öllum sólar- hringnum. Ljós fastastjarija er, eins og kunnugt er, ókyrt og tindrandi, oft með mörgum snöggum litbreytingum. Pó flestar séu hvítar t raun og veru, þá tindra þær með ýmsum litblæ, eins og glitr- andi gimsteinar; allmargar eru líka að eðli sínu rauðar, sumar gular, bláar eða grænar. En hin snöggu litaskifti stjarnanna og hið mislita blik þeirra, sem getur verið svo undrafagurt á heið- skíru vetrarkvöldi, orsakast af lofthvolfi jarðar, sem ljósið verð- ur að fara í gegnum. Til jarðarinnar nær í raun réttri aðeins einn geisli af hvítu ljósi frá hverri stjörnu í einu, en af því hin efri lög gufuhvolfsins eru á sífeldu iði, deilist geislinn, er hann flýgur í gegnum loftið, ýmislega í frumlitina, eins og hann brotnaði í strendu gleri; en vegna breytinga og loftstrauma, mismunandi raka og þurks í loftlögunum, verða sífeldar augnabliksbreytingar á litunum. Pegar stjörnurnar tindra mikið, er það vanalega vott-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.