Eimreiðin - 01.01.1921, Blaðsíða 11
EIMREIÐlNj
DR. MATTHÍAS JOCHUMSSON
11
Endurminningar
um Matthías Jochumsson, frá skólaárum hans,
meðan menn ekki vissu hvað í honum bjó.
Eftir
Eirík Briem.
Matthías Jochumsson kom í latínuskólann haustið 1859,
nærri 24 ára að aldri. Ári síðar kom eg í skólann og þá
sá eg hann í fyrsta sinni. Eg heyrði þess fljótt getið, að
að hann væri eitthvað skáldmæltur, en ekki var mikið
orð á því gert, og eitt atvik sýndi, að skólapiltar höfðu
eftir heils árs viðkynningu ekki mikið álit á honum í
því efni. Það var siður á þeirri tíð, að haldin var árlega
í skólanum hátið á afmælisdag konungs 6. okt. og voru
þá venjulega sungin kvæði, er einhver skólapiltur hafði
ort fyrir minni konungs, íslands, rektors og kennaranna.
En fyrsta haustið sem eg var i skóla var Matthíasi ekki
trúað fyrir því einsömlum að yrkja kvæðin heldur var
Jóni Hjaltalín, sem seinna var skólastjóri á Möðruvöllum
og Akureyri, falið að gera það með honum. há um haustið
var sett á fót í skólanum félag, sem flestir skólapiltar
voru i. Við það tækifæri orti Matthías kvæði, en ekki
man eg eftir að því væri neinn sérlegur gaumur gefinn.
Seinna um veturinn heyrði eg, að hann hefði útlagt kvæði
eftir Horats, því að það var orð á því gert í skólanum,
hvað hann hefði fyrir það fengið góða einkunn í latínu.
Sama vetur gerði hann tækifærisvísu eina sem piltum þótti
mikið gaman að. Haustið eftir orkti Matthías öll minnin
við skólahátíðina. Eitt af þeim, minni íslands, er prent-
að, nokkuð breytt, í útgáfu Östlunds af kvæðum Matthí-
asar, en þar er það talið til ársins 1859, sem ekki er
rétt, því að það ár orkti Guðmundur Sigurðsson, sem
seinna var prestur í Gufudal, öll skólaminnin, en það er
víðar í þeirri utgáfu, að ártölin eru ekki ábyggileg. Fram
að þessum tíma var það mjög lítið, sem Matthias var bú-