Eimreiðin - 01.01.1921, Blaðsíða 38
38
HJÁLP.
[EIMREIÐIN
grynna á skuldunum. Og haldið þið kannske að hann
hafi ætlað sér að »leggja inn« þessar rjúpur? Ó nei, bara
éta þær. Það þykist þurfa að lifa eins og greifar þetta
fólk þó það nenni ekki að vinna. Konsúlsfrúin hnykti til
höfðinu eins og hún setti púnkt í samræðurnar. Hinar
frúrnar hölluðu sér áfram með sammála samþykt. Sút-
arafrúin var ofurliði borin í »Discussioninni« og henni
fanst eins og hún hefði hrapað um þrep í frúarstiganum.
folmyndin í þessum umræðum kaffisystranna var Jón
i Skúrnum. Hann var »blásnauður vesalingur«, sem hafði
farið til rjúpna daginn fyrir Þorláksmessu, hrapað og
skotið sig í lærið. Nú lá hann dauðsjúkur heima í allri
fátæktinni og getuleysinu hjá taugaþreyttri konu og átta
skælandi krökkum og jólin dag frá dyrum. Hann var
sannarlega upp á guð og góða menn kominn eins og
konsúlsfrúin sagði.
Konsúlsfrúin dæsti. Hún var nýkomin heim úr kaffi-
drykkjunni og hitti mann sinn í hornstofunni. Hún kom
sínum þriflega búk þægilega fyrir í lágum hægindastól
og horfði á mann sinn, sem svarf ólundarlega neglurnar.
— Heyrðu, mér finst við verða að hjálpa eitthvað upp
á veslingana þarna í Skúrnum. Það er vist auma ástandið
fyrir þeim svona rétt um jólin, og af því að Stína greyið
var nú einu sinni vinnukona hjá mér finst mér ég verði
að láta hana njóta þess að hún var dugleg. Raunar ætlar
nú Kvenfélagið að gefa þeim eitthvað en það verður nú
víst ekki nema fyrir læknishjálpinni, og svo vildi ég gjarna
sýna einhvern lit sjálf.
— Hvað þarftu mikið? Konsúllinn hætti að sverfa negl-
urnar og tók upp veskið.
— Uss! Ertu frá þér maður. Til hvers heldur þú sé
að gefa þessu fólki peninga! Þarna eru karlmenn lifandi
komnir. Rað yrði til þess að það keypti einhvern bölv-
aðan óþarfann, hver veit hvað, einhverja óhollnustu. Nei,
ég ætla að tína til eitthvað úr búrinu og ef ég mætti fá
einhverja flík úr búðinni.
— Guðvelkomið. Konsúllinn geispaði.