Eimreiðin - 01.01.1921, Blaðsíða 23
EIMREIÐINI
í WEINGARTEN.
23
hann útbjó í hendur mínar, stimplað og innsiglað eins og
vera bar, hljóðaði svo:
»Undirritaður vottar hér með að Jón Svensson prestur
frá Feldkirch ferðast snöggva ferð til Weingarten til þess
að gegna prestverkum þar«. Og svo var viðbætt þessari
lýsingu á ferðalangnum: »Aldur: 57 ára. Stærð: hár.
Augu: blá. Hár: ljóst. Andlitslögun: vanaleg. Notar gier-
augu við lestur. — Til staðfestu nafn mitt og embættis-
innsigli«.
Eg var svo heppinn að komast yfir talsvert af frönsk-
um bókum er lágu i kompu einni niðri í kjallara húss-
ins er eg átti heima i. Svo keypti eg dálítið af vindling-
um, eftir því sem rúmið í ferðatöskunum leyfði, og eftir
áhyggjufullan undirbúning lagði eg loks af stað með járn-
brautarlest frá Feldkirch.
Leiðin lá fyrst til Bodenvatns, því þar í nánd voru
landamærin. Ferðin var hin indælasta, brautin lá um
þrönga dali og hrikalegt fjalllendi og þó gróðursæld hvert
sem litið var. Stöðug tilbreyting og altaf fegurð fyrir aug-
anu. Við förum framhjá bröttum hæðum; eru sumar
klæddar skógi, aðrar grasi og mosa. Efst uppi á einstöku
þeirra sér maður gamlan kastala með háum, beinum turn-
um og spirum, útskotum og steinhvelfingum. Vegurinn
liggur í hringbugðum alla leið upp að inngangshliðum
töfrahallanna.
En nú fer að nálgast landamærin; embættismaður úr
hernum gengur um vagnana og kallar: »Allir út til rann-
sóknar á næstu stöð!«
Þar sem rannsóknin á farþegum fór fram hagaði svo
til að út frá járnbrautarstöðinni, þar sem við stigum út,
lá gangur svo mjór að ekki komst nema einn maður
fyrir á breiddina; við enda hans voru tvö púlt, sitt hvoru
megin, og sinn skrifarinn við hvort þeirra með stóreflis
skrifbókabákn fyrir framan sig. Fjórir eða fimm liðsfor-
ingjar, þýskir, stóðu fyrir enda gangsins og yfirheyrðu
farþega.
Alt gekk þetta nokkuð seint, og mjökuðumst við mjög
hægfara eftir ganginum. Loks kom röðin að mér.