Eimreiðin - 01.01.1921, Blaðsíða 112
112
TRÚAHBRÖGÐ OG VÍSINDI
lEIMREIÐIS
er nú frásögn, spádómur eða dæmisaga, er þar sagt frá
hinum æðsta dómara allra manna á þann hátt, að hann
stefnir fram fyrir sig öllum þjóðum, og hann skilur þá
eins og hirðir skilur sauði frá höfrum, og skipar sauð-
unum til hægri, en höfrunum til vinstri hliðar, og segir
við þá sem honum eru til hægri hliðar: »Komið, þér ást-
vinir föður míns og eignist ríki mitt«, og við þá, sem eru
honum til vinstri bliðar: »Farið frá mér, bölvaðir, í eilífan
eld«. Þér þekkið öll þennan stað í Matt. guðspj. 25, 31—46.
Það sem vekur mesta undrun, en bregður um leið nýju
ljósi yfir málið, eru forsendur dómsins, sem engan veginn
koma heim við trúarsetningar kirkjunnar eða hártoganir
ýmsra guðfræðinga. Feim til mikillar undrunar hijóta hinir
réttvísu blessunina, ekki fyrir neinn sérstakan rétttrúnað,
ekki fyrir kraft neinnar blóðfórnar, og hinir vondu hreptu
bölvunina, ekki fyrir skort á rétttrúnaði, né heldur sakir
ófriðþægðra synda eða vanrækslu sakramenta. Hið alls
eina sem hér skar úr var þetta: Gafstu hinum hungraða
að eta? Gafstu hinum þyrsta að drekka? Hýstir þú þurf-
andi útlendinginn? Klæddir þú klæðlausa? Vitjaðir þú
sjúkra? Veittir þú aðstoð bandingjum? Vissulega er aftur
beint að oss með tvöföldu afli gömlu spurningunni: Hvers
krefst eilífðin af þér? Þessar einföldu, almennu skuldbind-
ingar um að sýna af sér réttlæti, miskunn, mannúð ráða
úrslitum í hinum síðasta dómi sálnanna. Sérhver maður
ber úr býtum það sem hann heflr aðhafst í þessu lífi,
hvort ssm það hefir verið gott eða ilt.
Þetta er kenning Krists. Er hún í nokkru ósamræmi
við vísindin? Er ekki alt hér í samræmi við aðrar guð-
dómlegar kenningat ? Að menn lesa ekki vinber af þym-
um eða fíkjur af þistlum. Að sá sem sáir í holdið upp-
sker glötun af holdinu. Að sá sem sáir í andanum upp-
sker af andanum eilíft líf. Að þeir eru hæfastir fyrir %nn-
að líf, sem voru hæfastir í þessu lífi. Að guð vill ekki að
vér vöðum reyk. Að öll sköpun drottins er ein heild, og
að hans miklu fyrirætlanir liggja eins og einn þráður
gegnum öll verk hans og alla vegu hans. — S. G. þýddi.