Eimreiðin - 01.01.1921, Blaðsíða 27
EIMKEIÐINI
í WEINGARTEN.
27
»Þeir mundu allir hlýða á messuna, hver einasti af þeim
sem rólfærir eru. Þeir eru fullir tilhlökkunar, eins og
börn, að hej'ra guðsþjónustu á frönsku«.
»Hvað eru margir særðir af þessum föngum?«
»Pað er enginn ósærður fangi meðal þeirra. Peir eru
allir særðir, að eins særðir menn«.
»Óg hvernig er nú eiginlega hljóðið í þeim, þessum
veslings særðu mönnum? Þeir hljóta að vera þungbúnir
að jafnaði, maður verður líklega að reyna að gera alt
hvað maður getur til þess að hugga þá«.
Nú hló förunautur minn upphátt. »þér munuð reka
upp stór augu«, mælti hann. »Maður verður ekki hið
allra minsta var við hrygð eða þunglyndi hjá þeim. Peir
hlægja og spauga og syngja og reykja allan liðlangan
daginn. Og svo hoppa þeir eins og unglömb. Það er að
segja þeir, sem hafa nokkra fætur til þess að hoppa á.
Því margir af þeim eru hættulega særðir. En þér munuð
fljótlega sjá þetta með eigin auguma.
Lestin var að staðnæmast. Við vorum komnir til Wein-
garten.
Það sem mest bar á í hinum fagra smábæ Weingarten
var dómkirkjan. Hana bar við himin, hátt uppi yfir öll-
um byggingum borgarinnar. Hún stendur á kletti í miðj-
um bænum og liggja ólal steinþrep upp að henni. Eg
gekk þangað upp með förunaut mínum, prestinum, og
þegar upp var komið sáum við hermannaskálann; hann
er risavaxin bygging með mörgum álmum út úr og eru
stórir húsagarðar á milli. Hann er næsta hús við dóm-
kirkjuna og mjög nálægt henni. Við gengum inn um
steinhlið eitt mikið og komum við þá inn í eina af álm-
um hússins.
Eg varð alveg forviða er mér var vísað á herbergi það,
er eg átti að vera í. Það var sjálf »biskupsstofan«, þ. e.
verustofa hins mikilhæfa biskups og fræga rithöfundar,
dr. Paul Wilhelm von Keppler von Rottenburg, þegar
hann gistir Weingarten. Eg var ekki lítið hreykinn yfir að
fá að búa í þessari stofu. í heimkynnum þessa ágæta
manns fór eg að rifja upp fyrir mér hina heimsfrægu