Eimreiðin - 01.01.1921, Blaðsíða 54
54
AÐFLUTNINGSBANNIÐ
[EIMRKIÐIN
nýr. Hann er hvorki meira né minna en tveggja alda
gamall. Bannhugmyndin er heldur ekki ný, hún er ná-
kvæmlega jafngömul. Árið 1721 berst Jón biskup Árnason
fyrir því, að bannaður sé brennivínsflutningur til lands-
ins. En fær daufar undirtektir bjá landsmönnum. Hann
gefur þó eigi upp alla von, en berst enn af alefli fyrir
banninu. 1733 hefir honum tekist að fá marga bestu
menn landsins á sína skoðun. 22. júlí s. á. er samin, af
Alþingi, bænaskrá tíl konungs, þar sem tarið er fram á
algert aðflutningsbann á brennivíni, af þvi það spilli
mörgum bestu mannsefnum þjóðarinnar og geri þá líkari
skepnum en mönnum. Það komst þó aldrei í framkvæmd.
Það þurfti sem sé, að hlúa að einokunarversluninni á
kostnað landsmanna bæði á þessu sviði sem öðrum, og
bátt á aðra öld reirði Bakkus helfjölra sina fast og laust
um fjölmarga mæta syni landsins.
Dómurinn var fallinn. Hugmyndin fædd, en bölið var
enn lengi óbætt. Þegar bindindisstarfsemin, sem var eðli-
leg afleiðing af þróun mannsandans, myndast, tekur hún
málið til meðferðar. Takmark hennar var að útrýma böl-
inu að fullu. Hún.safnaði mörgum mönnum undir merki
sitt og hugsjónin var sú, að ná öllum. En það hlaut að
taka afarlangan tíma. Sjóndeildarhringur margra var enn
of þröngur, andlega þrekið enn of lítið og þótt reglan
ynni töluvert á, var sigurinn of seinfara. Bölið heimtaði
of miklar fórnir. Pessvegna var það ráð tekið, að gera
bölið landrækt með lögum. Það hefði, í raun og veru,
verið ákjósanlegast, að einstaklingurinn hefði sjálfur verið
svo andlega þroskaður, að geta hafnað þvi án lagaboða.
En því var ekki að fagna, að minsta kosti ekki fyrst um
sinn. Það væri líka óneitanlega æskilegast, að einstakling-
urinn væri svo andlega þroskaður, að hann félli eigi fyrir
freistingum, sem tæla til stuldar, fölsunar eða annarar
hrösunar, þá þyrftum við engin hegningarlög. En meðan
tilfinningin rikir teljast lögin nauðsynleg og eru bannlögin
þar ekkert undanskilin. Það væri óneilanlega æskilegast,
að eðlishvöt mannsins væri sú lýsandi stjarna, sem ávalt
benti viljanum og framkvæmdunum í þá átt, er oss væri