Eimreiðin - 01.01.1921, Blaðsíða 108
108
TRÚARBRÖGD OG VÍSINDI
IEIMREIÐIN
því, hvort þær bitta fyrir sérstaka strengi i djúpi sálarinn-
ar. Sannanirnar fyrir staðreyndum sálarlífsins eru fólgnar
í trúarlegri skynjan einstaklingsins í fyrsta lagi; í öðru
lagi i samkvæði hinna trúuðu; í þriðja lagi i ávöxtum
þeirra, því að það er jafnáreiðanlegt á sviði trúarbragð-
anna og á sviði lífeðlisfræðinnar, að ekki verða lesin vin-
ber af þyrnum, né uppskorið hveiti, þar sem sáð hefir
verið til annars lakara.
Og nú kem eg að því sem er þungamiðjan í þessu
máli. Hver maður er gæddur trúarlegri skynjan — sumir
kalla það samvisku, en það er hún sem — að vísu á
misjöfnum mæli —, setur manninn í beint samband við
guðdómínn. Að vísu neitar enginn guðfræðingur þessu, en
eg hygg oss sje ekki nægilega Ijóst, hve afskaplega mikla
þýðingu þetta hefir. Öllum hinum bestu og hreinhjörtuð-
ustu mönnum allra alda kemur saman um, að guð geti
opinberað honum og opinberi honum vilja sinn. Hvernig
ættum vér annars að gera oss grein fyrir því, að maðurinn
finnnr hjá sér ómótstæðilega trúarþörf og að hann sé
bundinn heilögum skuldbindingum. Þegar vér lítum á
hinar meðfæddu hugarhræringar, er vér nefnum gæsku,
réttlæti, miskunnsemi, meðaumkun — alt, þetta besta og
guðdómlegasta er með oss býr, þá spyrjum vér: Hvernig
voru þær gróðursettar í oss? Hvernig mega þær haldast
við kynslóð eftir kynslóð öðru vísi en með því móti, að
vér séum gæddir einhverjum guðdómlegum hæfileika eða
skynjunarfæri, sem veitir þessum dygðum jákvæði? Mögu-
leiki allra trúarbragða bgggist ó þoi, að vera gæddur þess-
um hœfileika til andlegrar skgnjunar. Vísindin geta ekki
búið til þenna hæfileika, vísindin megna ekki að afmá
hann, vísindin eru áreiðanlega ekki þess umkomin, að
neita tilveru hans. Því verður ekki neitað, að hægt er að
rekja lög sálarlífsins, ef rétt er að farið.
Hugsið um þetta, og þér munuð sjá nýju Ijósi bregða
yfir ýmsar viðurkendar greinar trúarbragðanna, svo sem
þessa, að guð hafi á ýmsum tímum og með mörgu móti
talað til feðranna fyrir munn spámannanna, eða þar sem
i sálmunum stendur: »þeim sem réttilega breytir, mun