Eimreiðin - 01.01.1921, Blaðsíða 123
KIMRElÐINt
RITSJÁ
123
Kveður hann svo Vigslóða sinn um petta, og lætur hann birt-
ast að ófriðnum loknum til fulls.
Ekki verður sagt að alstaðar sé lipurt kveðið í þessum bálki
eða eins ljóst og æskilegt væri. En á hitt er þá fremur að líta,
að nálega hver hending er þrungin af viti og hugsun, og djúpri,
straumþungri tilfinningu.
Hann byrjar á Gyðingnum gangandi, Assverusi, sem gengur
eins og köttur um alt, öld eftir öld. Hann er tákn þess, sem
ógæfu manna og þjóðar veldur: »Sjáðu: eg er afturbaldsins
andi«. Þá kemur hann við i Hleiðru gömlu, og hefst nú Vigslóði
fyrir alvöru: Blóð og eldur, skeggöld, skálmöld, skildir klofnir.
Og svo er komið inn i nútiðina.
Eftir nokkur undirbúningserindi hefst aðalkafli bókarinnar,
kvæðið »Vopnahlé«. Dátar tveir, sinn úr hvoru liði, talast við
ylir »engra manna land« meðan yfir stendur stutt vopnahlé.
Kemur fram i viðræðum þeirra skoðun skáldsins á ófriðnum,
þessari grátbroslegu vitfirringu, þar sem fáeinir menn tefla
miljónum manna eins og peðum á borði og sóa fémætum heims-
ins og ávöxtum menningarinnar, þar til striðið sjálft tekur völdin
og heldur sinn gang án þess að nokkur ráði við. Vil eg að
eins sýna hér dæmi:
Vitið — okkar dáðu uppfundningar,
það á skuld á skelfingunum hérna.
Skaðræðið i höndum óvitanna,
gæðalistin beitt til verstu vonsku.
Verða kannske endalokin manna
sálgun undir sínum handaverkum?
Setja þeir jafnört brellur móti hrekkjum
uns þeir komast hvorki fram né aftur,
kurlast viður sigurvonalausir,
neyðast til að bjargast undan byrði
bákna-vits síns, þreyttu að eyðileggja?
Á eftir þessu langa kvæði eru svo að lokum nokkur kvæði
og erindi, sem lýsa þessu sama frá ýmsum hliðum.
Vestanblöðin bera með sér, að allmikil misklíð hefir orðið
út af þessum kvæðabálki Stephans. Mönnum þykir hann nokkuð
sljógskygn á dýrð píslarvottanna og glæsibrag ófriðarins.
Pvi miður eru þeir víst of fáir, sem hafa jafn skarpt auga
fyrir ógnum og andstygð styrjaldarinnar miklu eins og Stephan
G. sýnir i Vígslóða — og þess vegna má veröldin Iíklega eiga
von á öðru svipuðu bráðum, og kannske fleiru en einu. Vitrustu
mennirnir eru jafnan svo langt á undan tjöldanum. M. J.