Eimreiðin - 01.01.1921, Blaðsíða 45
EIMREIÐIN)
45
að vinnu til þjóðfélags þrifa.
Þeir voru’ ekki að teygja’ eða trana sér fram
eða togast um völdin með skjálfandi hramm.
Þeir listina kunnu — að lifa.
Svo kyntist eg öðrum, sem hreyktu sér hátt,
þó hamingjan léki þá dálitið grátt
og skreytti þá að eins hið ytra.
En innra — ja svei — þar var þrotabús þögn
og þrælsmerki stimplað á öll þeirra gögn;
En heimurinn hélt þá samt vitra.
Við auðmannsins kyntist eg alsnægta hag,
og undraðist mest þeirra frábæra lag,
að flá alla fávísa’ og snauða.
Það var engin háðung að handbrögðum þeim,
ekkert hik, ekkert fát, út í óvissan geim,
sem gæddi þá gullinu rauða.
En niður í sorpinu saurugur lá
svinbeygður skríllinn og tignaði þá,
sem rændu þá fötum og fæði.
Þeir hlustuðu dottandi’ er bein fyrir bein
var brotið við kúgarans gullrekinn stein;
svo fengi' hann að flá hann í næði.
Pá hófu sig menn upp úr hyldýpi þvf,
með hrópyrði fögur og vonarljós ný,
og leiðtoga létu sig kalla.
En þeir reittu f,nustu fjaðrirnar þó
af fávísum lýð, hvar sem lífsgróður bjó,
þá hirtu þeir ávexti alla.
En margt hef eg fleira á ferðinni séð
svo fánýtt, að alls ekki tel eg það með,
og margt, sem eg vil ekki vita.
En ætti eg kraft til að kveða mfn ljóð