Eimreiðin - 01.01.1921, Blaðsíða 42
42
HJÁLP.
[EIMREIÐIN
létu lítið blessaðar frúrnar, og með gjafir trú ég. Þú hefir
víst nóg til jólanna, sussu og kerti og spil, sagði hún og
handlék dótið, sem enn lá sumt á eldhúsbekksendanum.
— Það er frá læknisfrúnni hún ætlaði það handa
krökkunum.
— Já ekki spyr ég að, og svo mun hún hafa komið
með orð frá manninum sínum að hann ætlaði ekkert að
taka fyrir hjálpina?
— Nei, en Kvenfélagið ætlar víst að sjá fyrir þeim
kostnaði, sagði Stína. Ég er nú ekkert ánægð yfir því að
þurfa að þiggja allar þessar gjafir, en þegar maður er
ræfill og í andsk. skítnum verður maður að taka öllu og
vera þakklátur fyrir.
Gróa gamla svaraði ekki, hún var farin að þvo gólfið.
Hún lá á hnjánum og urgaði með sterklegum höndunum.
Það var auðséð á þessari sterkbygðu gömlu konu og öll-
um hreyfingum hennar að hún var þvf vanari að reka
óbreinindin og sóðaskapinn á flótta með höndunum en
orðum.
Þegar Kristín var búin að hagræða manni sínum og
koma ró á í Skúrnum, settist hún niður og fór að sauma
eitthvað, sem hún þurfti að Ijúka fyrjr kvöldið. Gremju-
svipurinn á andliti hennar var blandinn þreytu, en þó
sá þar einhvern vott vilja eða harðneskju, sem hélt þess-
ari sárþreyttu móður uppréttri í stríðinu og olli því að
hún lét ekki undan kröfum líkamans til sjálfsagðrar
hvíldar.
— Hvernig atvikaðist það að Jón hrapaði? spurði Gróa
og sletli sandlúku á gólfið.
— Hann var broddalaus.
— Á hann þá ekki brodda? mig minti —
— Jú en hann lánaði konsúlssyninum þá. Hann fór til
rjúpna sama daginn og þurfti endilega að fá sér brodda.
Gróa gamla urgaði sandinum ónotalega fast við gólfið.
— Fekk hann þá engar rjúpurnar? spurði hún litlu
síðar.
— 15. Ég lagði þær inn eins og konsúlsfrúin ráðlagði
mér og fékk kaffi og sykur út á þær. Ég vildi óska að