Eimreiðin - 01.01.1921, Blaðsíða 43
EIMREIÐINI
HJÁLP.
43
Jón vildi hætta að skjóta, það væri farsælla fyrir okkur
að hann ynni sér eitthvað inn.
— O sussu! Ekki held ég sé nú svo mikið um vinn-
una hérna á veturna þegar allir verða að ganga iðjulausir,
að ekki megi þakka fyrir að menn dragi í búið einhvern-
veginn.
Stína vissi ekki að hvorri skoðuninni hún átti að hall-
ast. Henni fanst þetta í raun og veru satt hjá Gróu, en
þó var það nokkurskonar árás á konsúlsfrúna og líkast
þvf sem hún væri að mæla Jóni bót fyrir að vera að
seilast eftir hepninni í staðinn fyrir að vinna með þolin-
mæði. Hún var hrædd um að guð mundi standa konsúls-
frúarinnar megin. Henni fanst hún hafa sannfærst um
það siðan hún lenti í þessum bágindum og basli, að það
væri að fylgja guðs boðum að velja þann kostinn, sem
siður væri framkvæmanlegur. Henni fanst þessi skúr
standa svo fjarri guðs vegi að þeir, sem hann gengu,
þyrftu að taka á sig langan krók til þess að koma þar við.
Þegar Gróa gamla var búin að þvo gólfið drakk hún
kaffisopa hjá Stínu og fór heim síðan. Hún kom þó von
bráðar aftur og hafði þá meðferðis annað hangikjötslærið
sitt og eina mjólkurflösku. Hún hafði orðið að standa í
deilum við Láka gamla, manninn sinn, sem var allra
karla sínkastur, áður en hún réði því að fá að fara með
lærið. Það skein ertnislegt sigurbros úr augunum á gömlu
konunni þegar hún þrammaði áleiðis til Skúrsins.
Síðan hjálpaði hún Stínu til að matreiða og þvo krökk-
unum. Að því búnu dreif hún Stínu, sem naumast gat
Iengur staðið upprétt, í rúmið, kveikti á kertum fyrir
börnin, sem hún lofaði að spila dálitla stund áður en
hún kom þeim f svefn.
Klukkan var farin að ganga tólf þegar hún var búin
að öllu þessu.
— Það er víst komið mál til að hugsa eitthvað um
Láka gamla, tautaði hún og fleygði á sig hyrnunni.
Jón stundi og bylti sér. Honum höfðu aukist þjáningar
með kvöldinu og hitinn magnast. Nú settist hann upp í
rúminu og talaði óráð.