Eimreiðin - 01.01.1921, Blaðsíða 50
50
[EIMREIÐIN
Aðflutningsbannið
frá ýmsum hliðum.
Inngangur.
Þegar eg sest niður að rita um
þetta mál, þá er það ekki af hvöt-
um nokkurs annars manns, held-
ur af heitri þrá, frá mínu eigin
brjósti, til að bægja ofurlitið frá
örvunum, sem sendar eru til höf-
uðs því, sumpart af hatri og eig-
ingirni, en sumpart af fávísi.
í kyrþey hefi eg óskað og von-
að, að hin góðu áhrif bannlag-
anna fengju stærri og stærri ítök
í hugum landsmanna og að bless-
un sú, sem átti að fylgja banninu og gat fylgt því, breidd-
ist víðar og víðar út á meðal þjóðarinnar. Vonir mínar
og óskir, og allra þeirra, er þannig hafa hugsað, hefðu
rætst, ef óhlutvandir menn hefðu eigi miskunnarlaust rifið
upp sérhvern frjóanga, sem átti að þroskast, fegra og
skýla. Vér getum gróðursett frækorn fegurstu blóma í frjó-
samasta akur, en sé alt rifið þar upp, öllu umturnað
þar, ná þau aldrei að festa rætur, breytast aldrei í gróð-
ur. Hversu hróplegt ranglæti væri það ekki, að dauða-
dæma tilraunina, sem mistekist hafði af þessum ástæðum?
Vér getum eigi setið hjá til lengdar og horft á, að það,
sem oss er að einhverju leyti kært, sé beitt slíku rang-
læti, án þess að leggja þvi lið. Þegjandi og aðgerðalausir
getum vér eigi þolað að sjá það kirkt, sem vér vitum að á
heimting á að lifa og þroskast, samkvæmt lögmáli mann-
kærleikans, menningarinnar og hugsjónanna. Af þessum
hvötum einum, sting eg niður penna til að ræða málið.
Eg veit að vísu, að banmnálið á fjölmarga miklu betri