Eimreiðin - 01.01.1921, Blaðsíða 95
EIMREIÐIN]
UPP TIL FJALLA
95-
þar smálaulir kafloðnar og gular af fíflum og sóleygjum, en
þess á milli eru aliskonar blóm og jurtir svo sem hvönn^
maríustakkur, fjandafæla, faxgras o. m. fl. Stakk þessi
iudæli gróðurblettur þægilega í stúf við auðnirnar í kring.
Jökullinn er þar harður og blágrænn að lit, allur rif-
inn og sprunginn; þó er hættuiaust að ganga hann, sé
það gert með aðgæslu. Smálækir renna niður um hann
allan, en hverfa allir von bráðar niður í blágræn hyldýpis
augu eða ker í jöklinum. Syngur og dynur 1 þessum
smáfossum svo heyrist langt til. Sunnar með jöklinum er
Hrútafell, hátt og tignarlegt með jökulhettu á koilinum,
en þrír miklir skriðjökulfossar steypast niður hlíðarnar
að austan. í krókunum milli Hrútafells og Langjökuls
kváðu vera rústir allfornar, og eru ýms munnmæli um
hverjir gert hafi. Um mannvirki þessi heyrði eg ekki fyr
en seinna svo að eg gat ekki athugað þau, enda hafði eg
ekki tíma til þess. — Sama dag og eg skoðaði upptök
Fúlukvíslar, Fögruhlið og jökulinn, gekk eg austur á
Strýlur í Kjalhrauni. Þar er uppvarp hraunsins, strýtur
og stapar, og geysistór gígur fullur af storknuðu hrauni.
Strýtur eru 872 m. yfir sjó og hailar hrauninu nokkurn-
veginn jafnt frá þeim tii allra hliða. Sunnan til í hraun-
inu er staðurinn, þar sem Reynistaðarbræður urðu úti
haustið 1780. Kvað vera mikið af beinuin af fénaði þeirra
i lautinni, þar sem tjald þeirra stóð. Því miður gat eg
ekki komið þangað, þar eg vissi ekki hvar leita skyldi
staðarins.
Austan við Hrútafell eru »Hlaupin« á Fúlukvísl. Hefir
hún grafið sig þar gegnum hraunið á dálitlum kafla og
myndað þröng gljúfur, svo að víða má hlaupa yfir þau
og á einum stað er ekki breiðara en tæpur metri yfir„
Byltist áin þar kolmórauð undir og hefir grafið og sleikt.
skápa og hvelfingar i hraungrýtið, svo að undurfagurt er
að lita.
Nokkru áður en Fúlakvísl fellur í Hvítárvatn breiðist
hún út á víðáttumiklum eyrum; þar er hið svo nefnda
Hvítárnes. Eru þar stararflóar miklir, og slægjur — sem
enginn getur notað — og beit með afbrigðum góð. Sunnar