Eimreiðin - 01.01.1921, Blaðsíða 22
22
I WEINGARTEN
IE1MBEIÐIN
»Munduð þér vilja takast á hendur dálitla ferð núna um
jólaleytið, til Wurttemberg, til þess að halda franska guðs-
þjónustu fyrir nokkur hundruð særðra franskra fanga,
sem þar eru? Frönskumælandi prest er hvergi að finna
hér nærlendis«.
»Já, það vil eg fúslega«.
»það hélt eg líka. Það er þá hér með ákveðið«.
»En hvar eru hinir særðu fangar, og hvenær á eg að
fara?«
»Þeim hefir verið komið fyrir í hermannaskála einum mikl-
um hjá Ravensburg, er Weingarten heitir, var áður fyrri
víðfrægf klaustur. Hjá skálanum er dómkirkja, einhver hin
fegursta á öllu Þýskalandi. Þér ættuð helst að fara núna
eftir nokkra daga, t. d. síðdegis á sunnudaginn kemur og
daginn eftir messið þér í sjálfri dómkirkjunni. Eg skrifa
strax til Weingarten og get um þetta«.
Rektor fór og eg fór að hugsa um það sem nú lá fyrir mér.
Frönsk guðsþjónusta; stólræða á frönsku. Hvað átti eg
að segja veslings mönnunum? Fangar í landi fjandmanna
sinna . . . og meira að segja særðir, þeir hlutu að vera
leiðir, sorgbitnir, mundu helst þurfa huggunar við. En þetta
átti að vera jólafagnaður að nokkru leyti. Jólafagnaður
hjá sjúkum föngum í fjandmannalandi, langt frá ástvinum
sínum og fögru, sólriku heimkynnunum. — — —
Eg fékk nóg að hugsa um, frönsku stólræðuna og gjaf-
ir eða einhverskonar glaðning handa veslings særðu her-
mönnunum. Það gerði mér ekkert erfiðara fyrir þótt ræð-
an ætti að vera á frönsku, því eg hafði dvalið full tólf ár
á Frakklandi og talaði því frönsku fyrirhafnarlaust.
En það var fleira sem þurfti að hugsa um. Eg var í
Austurríki en Weingarten á Þýskalandi, og þótt Austur-
ríkismenn og Þjóðverjar væru samherjar var þó betra að
hafa öll sin skjöl í lagi þegar farið var yfir landamærin.
Eg fór því til hreppstjórans i þorpinu til þess að fá vega-
bréf; skrifstofa þessa embættismanns var heldur óbrotin,
alt innanstokks einna líkast því er eg hafði séð í Færeyj-
um við dvöl mína þar fyrir nokkuð mörgum árum —
ofur óbrotið og sveitarlegt og þó hið vistlegasta. Skjal það er