Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1921, Page 22

Eimreiðin - 01.01.1921, Page 22
22 I WEINGARTEN IE1MBEIÐIN »Munduð þér vilja takast á hendur dálitla ferð núna um jólaleytið, til Wurttemberg, til þess að halda franska guðs- þjónustu fyrir nokkur hundruð særðra franskra fanga, sem þar eru? Frönskumælandi prest er hvergi að finna hér nærlendis«. »Já, það vil eg fúslega«. »það hélt eg líka. Það er þá hér með ákveðið«. »En hvar eru hinir særðu fangar, og hvenær á eg að fara?« »Þeim hefir verið komið fyrir í hermannaskála einum mikl- um hjá Ravensburg, er Weingarten heitir, var áður fyrri víðfrægf klaustur. Hjá skálanum er dómkirkja, einhver hin fegursta á öllu Þýskalandi. Þér ættuð helst að fara núna eftir nokkra daga, t. d. síðdegis á sunnudaginn kemur og daginn eftir messið þér í sjálfri dómkirkjunni. Eg skrifa strax til Weingarten og get um þetta«. Rektor fór og eg fór að hugsa um það sem nú lá fyrir mér. Frönsk guðsþjónusta; stólræða á frönsku. Hvað átti eg að segja veslings mönnunum? Fangar í landi fjandmanna sinna . . . og meira að segja særðir, þeir hlutu að vera leiðir, sorgbitnir, mundu helst þurfa huggunar við. En þetta átti að vera jólafagnaður að nokkru leyti. Jólafagnaður hjá sjúkum föngum í fjandmannalandi, langt frá ástvinum sínum og fögru, sólriku heimkynnunum. — — — Eg fékk nóg að hugsa um, frönsku stólræðuna og gjaf- ir eða einhverskonar glaðning handa veslings særðu her- mönnunum. Það gerði mér ekkert erfiðara fyrir þótt ræð- an ætti að vera á frönsku, því eg hafði dvalið full tólf ár á Frakklandi og talaði því frönsku fyrirhafnarlaust. En það var fleira sem þurfti að hugsa um. Eg var í Austurríki en Weingarten á Þýskalandi, og þótt Austur- ríkismenn og Þjóðverjar væru samherjar var þó betra að hafa öll sin skjöl í lagi þegar farið var yfir landamærin. Eg fór því til hreppstjórans i þorpinu til þess að fá vega- bréf; skrifstofa þessa embættismanns var heldur óbrotin, alt innanstokks einna líkast því er eg hafði séð í Færeyj- um við dvöl mína þar fyrir nokkuð mörgum árum — ofur óbrotið og sveitarlegt og þó hið vistlegasta. Skjal það er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.