Eimreiðin - 01.01.1921, Blaðsíða 99
EIMREIÐIN)
99
Þúsund og ein nótt.
í 22. árgangi Eimreiðarinnar, bls. 46-49, er grein með
þessari fyrirsögn eftir Finn Jónsson á Kjörseyri. Hann
getur þess þar, að til hafi verið i eigu Sigurðar Sigurðs-
sonar á Fjarðarhorni í Hrútafirði handrit af Þúsund og
einni nótt. Var Sigurður þessi uppi fyrir og eftir alda-
mótin 1800, bókamaður mikill. F. J. veit ekki, hvað orðið
heflr af handritinu, en hyggur, að það kunni að hafa lent
i höndum síra Jóseps Magnússonar, er síðast var prestur
í Breiðavíkurþingum (d. 1851), með því að Magnús á
Brandagili, faðir hans, var síðari maður ekkju Sigurðar á
Fjarðarhorni.
Handrit þetta er nú komið hingað í Landsbókasafnið
og er þar að flnna i Lbs. 1655, bto. Um eigendur þess er
það að segja, að árið 1870 hefir Þórdís Ólafsdóttir í
Rauðseyjum átt það, samkvæmt áletrun aftan á titilblað-
inu. Líklega hefir handritið áður verið i eigu síra Ólafs
Sívertsens í Flatey og borist með honum vestur, og nafn
hans stendur á skjólblaði framan við. t handritið vantar
nú lítið eitt aftan af. Þess má geta, að handritið er með
þekkjanlegum höndum þeirra Fjarðarhornsfeðga, Sigurðar
og sona hans tveggja, Mattíasar og síra Ólafs i Flatey, en
þó mest með hendi Sigurðar sjálfs; titilblaðið og kafli
síðar í handritinu er með hendi síra Ólafs, en upphafið
með hendi Mattíasar, nema erindi þau, sem F. J. tilfærir
og fremst eru, en af þeim eru hér að eins þrjú með hendi
Sigurðar, en síðan jafnan nokkur erindi fyrir hverjum
kafla, líkt og mansöngvar fyrir rimum, samhljóða erind-
um þeim, sem F. J. tilgreinir.
Full og stafrétt fyrirsögn handritsins er á þessa leið:
„Skémtilegar og Lystilegar / Frásagnir / sem kallast /
Fúsund og Ein Nótt / Eptir Islendskum Útleggíngum /
Prestanna Peturs og Ións / Uppskrifadar ad / Fiardarhorni
vid Hrútafiörd / og innbundnar Árid 1816".