Eimreiðin - 01.01.1921, Blaðsíða 121
EIMREIÐINI
RITSJA
121
sem Vigdís heimtar að sé fullkomið milli hennar og Gríms verð-
ur til þess, að sprengja alt og Grimur missir vitið. En Pali rois-
tekst að ná tilgangi sínum, því að Vigdís er jafn bundin Grími
eftir sem áður, og frestar þvi aðeins að fyrirfara sér, af því a6
enn þá er ekki óhugsandi að Grimi batni aftur.
Petta er ófulikorain lýsing á aðalefni bókarinnar. Sagan er
sögð með miklum fimleik í frásögn, og furðu vel tekst höf. að
halda lesandanum þótt sagan sé annars heldur fáskrúðug og
tilbreytingalitil. Samtöl eru víða mjög löng og þung og yfirleitt
eru hér persónur, sera mega teljast heldur óalgengar, menn sem
aldrei sjást öðruvísi, en að fara að kappræða um allskonar lífs-
speki og háfleyg viðfangsefni, og lífsskoðun sú, sem út úr öllu
skín, er loðin og leiðinleg. Páll Einarsson verður næstum því
óeðlilega frakkur í öllu því illa, og á hinn bóginn undarlegt,
hve Vigdís gerir leik að því, að umbera hann og spenna bogann
til þess ýtrasta. Alt verður hálf óeðlilegt, og lesandinn hefir
mjög á tilfinningunni, að hér sé um hugsunarþraut að ræða,
frekar en leik, sem fari fram á veruleikans leiksviði. Svo er og
um ytri umgerðina. Eldgosið er mjög óeðlilegt, þetta eilífa eldtré,
gnæfandi við himin. Pað er »stíiisérað« eldgos og svo er um
söguna alla.
Annars gefst islenskum lesendum vist innan skamms tækifæri
til, að lesa söguna á íslensku, þvi að nú er hún að koma út í
»Lögréttu« og verður vafalaust sérprentuð. M. J.
Theódóva Thóroddsen: EINS OG GENGUR. Rvík 1920. Pór.
B. Þorlaksson.
Frú Thóroddsen er fyrir nokkru orðin þjóðkunn fyrir þulur
sinar, en hinu hafa menn ekki alment varað sig á, að hún feng-
ist einnig við að skrifa sögur. En nú kemur hér dálítil bók (93
bls.) eftir hana, og eru í henni 8 smásögur.
Sögur þessar snerta strax notalegan streng hjá lesandanum,
þvi að auðfundið er, að hér er ekki verið að elta neina tísku i
skáldskapargerð, heldur er sagt frá hispurslaust og alveg án til-
gerðar. Höf. nefnir sjálfa sig réttu nafni og talar um menn, sem
nú eru uppi og kemst af án allra þankastryka og slíkra háfleygra
skáldatækja, sem nú eru tíðkuð helst til mikið. Hún er með
öðrum orðum einstaklega laus við að vilja gera sig að meira
skáldi en hún er, og verður við það meira skáld en alment gerist.
Nafnið á bókinni bendir á andann í flestum sögunum. Þar er
ekki leitað út á nein þokulönd þess óvenjulega eða stórkostlega,
heldur eru gripin dagleg atvik, en þó oft valin með auga skálds-
ins fyrir því, sem lýsir mönnum og málefnum skarpt og átakan-
lega og ræður stóru örlögunum í lifinu. Og enda þótt allar sögu
persónurnar séu innan þessa, sem við þekkjum, þá skortir þar