Eimreiðin - 01.01.1921, Blaðsíða 116
116
RITSJÁ
[EIMREIÐIN
Annar páttur bókarinnar er kallaður »höfðinginn«. Gerir höf.
hér tilraun til þess að leysa skapferlisgátu Snorra og verður
ekki annað sagt en hann komist þar furðu langt, enda er hann
hér inni á þvi sviði, sem honum lætur liklega best. Auðvitað
verða menn aldrei alveg sammála um slik efni, en höf hefir
farið þá leið, að draga sem flesta þættina fram og leyfa svo
hverjum að dæma. Ekki get eg gengið inn á það, að hægt sé að
segja að Sturlunga sé Snorra hliðholl í frásögn (bls. 49). Hún
dregur oft vægðarlaust fram veiku hliðarnar á Snorra, og mætti
þar að eins benda á tvö þau dæmi, sem höf. sjálfur tilfær-
ir, sáitastefnuna á Mel i Miðfirði og flótti Snorra frá stefnu-
mótinu undir Sandbrekku. Pað er viðar, að næstum er eins og
Sturlunga skeyti því engu, þótt Snorri verði ber að lítilmensku.
Hún er óhlutdræg. — Snorri hefir aldrei verið til höfðingja fall-
inn. ímyndunarafl hans er of ríkt. Hann sér of skýrt afleiðing-
arnar, setn geti orðið af þessu og hinu, og það verður til þess
að hann hikar, en hinir sem vaða fram einráðnir, hvað sem við
tæki, sigra. Snorri er vitmaður og listamaður en vill vera höfð-
ingi. En er það ekki oft svona? Heimsfrægir menn í einni grein
hafa ef til vill verið alla æfi sina að berjast við að verða frægir
fyrir eitthvað annað, en verða svo óvart, svo að segja, frægir
fyrir það, sem þeim var minna áhugamál. Snorri verður án efa
betur skilinn eftir þessa lýsingu höf. en áður.
Priðji þáttur: »Skáldskapur og skáldskaparmál« og fjórði þátt-
ur: »Gylfaginning« fjalla um Eddu Snorra. Kemur lærdómur
höf. hér að góðu haldi, og mun margur fróðleiksfús maður græða
mikið á að lesa þessa kafla, og vita betur eftir en áður að hverju
hann gengur í Eddu sinni.
Fimti þátturinn er um íslenska sagnaritun, og er hann nokk-
urskonar inngangur að kafianum um sagnaritun Snorra. Þessi
þáttur þykir mér best skrifaður af allri bókinni. Er hér með fá-
um, en afarskýrum dráttum, mörkuð þróunarbraut hinnar merki-
legu íslensku sagnaritunar milli íslendingabókar og Viglundar-
sögu, sýnt hvaða öfl voru starfandi og hvernig samvinna þeirra
og einangrun veldur straumhvörfunum og blæbrigðunum, sem
vart verður. »Til skemtunar og fróðleiks« er oft sagt um timarit
og slíkt, en hér er þessum orðum gefin miklu dýpri merking en
alment gerist, og sýnt fram á, hvernig þessi tvö öfl geta haldið
hvort öðru 1 jafnvægi, og af því fæðst hin ágætustu meistara-
verk, en á hinn bóginn, þegar þau klofna og fara hvert sína
götu, þá myndast annars vegar þurmeti, en hins vegar vatns-
blanda. Er ekki of sagt, að þessi þáttur sé með því besta, sem
ritað hefir verið á islensku nú um langt skeið.
Pá kemur sjötti og lengsti þátturinn: »Sagnakönnun og sögu-
list«, afarljós og skemtileg lýsing á sagnaritun Snorra, bæði vis-