Eimreiðin - 01.01.1921, Blaðsíða 51
EIMREIÐINJ
AÐFLUTNINGSBANNIÐ.
51
formælendur en mig, en ekki einungis þeir bestu, heldur
sérhver, sem ann því, á að leggja þvi lið.
Kostir vinsins og ókostir.
Áður en vér snúum oss beint að aðflutningsbanninu,
skulum vér nánar athuga kosti og ókosti vínsins.
Vísindin hafa haldið því fram, að ókostirnir yfirgnæfðu
langsamlega kostina. Samt hafa margir eigi vijjað trúa
þeim sannleik. Skal því ræða það atriði frá báðum
hliðum.
Kostir vínsins eru einkum tveir, og er það efamál, hvort
unt sé að finna nokkuð annað, er telja megi þvi til gild-
is. Annar er sá, að það er ómissandi í lyf. Þetta er þó
því skilyrði bundið, að vínið sé i höndum þeirra manna,
sem nægilega þekkingu hafa til þess að skainta það og
blanda öðrum tegundum lyfja. Kokain og ópíum er á
sama hátt óneitanlega ómissandi lyf, þótt takmarkalaus
neytsla þess sé banvæn, enda eigi leyfilegt að selja það,
nema eftir læknaráði. Þessar tegundir allar lúta því eðli-
lega sama lögmáli, að vera bætandi, ef notuð eru sam-
kvæmt reynslu og þekkingu læknavisindanna, en banvæn,
ef út af er brugðið. Hvað er þá óeðlilegt við það, að
skipa þeim öllum á sama bekk? Selja engar og neyta
engrar nema að lækna ráði?
Hinn kosturinn er sá, að það eru handhægar góðgerðir
að veita vín. En getum vér talið það góðgerðir, að byrla
mönnum þann drykk, sem að síðustu deyfir og drepur
bæði andlega og likamlega krafta? Eg held, að orðið »góð-
gerðir« geli tæplega náð þvi hugtaki.
Ókostir vínsins verða óneitanlega miklu þyngri á met-
unum.
Fyrsti ókosturinn er fjárfúlgan, sem varið er til víns-
ins. Hún er óneitanlega óþörf og mætti sparast. Því er að
vísu haldið fram, að jafnmiklu fé sé oft eylt i annan ó-
þarfa af þeim, sem eigi neyta víns, og má það vel vera
satt, þó má spara þá upphæð.
Annar er sá, að vínið er handhæg vara að tolla. Fjöldi
manna kalla það kost, en það er í raun réttri stór ókost-