Eimreiðin - 01.01.1921, Blaðsíða 65
EIMREIMNl
AÐFLUTNINGSBANNIÐ
65
lög mæla fyrir. Skal hann sæta tvöföldum dómi á við
aðra smyglara, en lyfseðlabrotum skal hegnt með missi
sölulevfis og taki þá ríkið að sér viðkomandi lyfsölubúð.
Eftirlitið skal framkvæmt af þriggja manna nefnd, þar
sem einn er skipaður af Stjórnarráði og tveir eftir tillögum
frá Stórstúku íslands. Skulu þeir allir eiðsvarnir að leysa
verkið samviskusamlega af hendi. Með þessu móti mætti
að miklu leyti fyrirbyggja bannbrotin. Hitt, sem ávantar
fengist með því, að blöðin yrði samtaka í því, að víta
brotin og hvetja menn til að halda lögin. Smátt og smátt
myndu þá brotin fækka og lögin ná sínum fulla árangri.
Það er gatnall málshátlur, að þrjár kynslóðir þurfi til
þess að skapa prúðmenni. Með öðrum orðum, að lestir
liggja í blóðinu til hins þriðja liðs. Hvernig er þá hægt
að búast við fullum árangri á sex árum. Nei, leyfum lög-
unum að standa í þrjá mannsaldra. Þá fyrst mun þeim
fýsnum útrýmt sem nú lifa af völdum Bakkusar.
Niðurlag,
Menn hafa haldið því fram, að þegar maðurinn sé svift-
ur einni nautn, komi önnur í staðinn. Það má vel vera
að eitthvað sé hæft í þvf, þólt það hins vegar stríði ofur-
lítið á móti hinum gamla málshætti »ein syndin býður
annari heim«. Látum svo vera, að hið fyrra sé rétt. Það
væri því eigi fjarri sanni, að andbanningar krefðust þess
af oss, sem vinna viljum að því, að þessari nautn sé al-
gerlega bægt frá, að vér bentum á aðra holiari og betri í
staðinn. Ef það er það eina, sem á milli skilur, þá er
knúturinn leystur. Eg þekki eina nautn, sem allir heil-
brigðir menn geta veitt sér. Nautn, sem þroskar bæði lík-
ama og sál. Sú nautn er: vinnan. Með henni má drepa
allar aðrar fýsnir hve sterkar og áleitnar, sem þær kunna
að vera. Hafið þér reynt þá nautn, að líta að kveldi yíir
vel unnið dagsverk? Hver haldið þér, að gangi ánægðari
til hvílu, sá er lokið hefir njTtu dagsverki eða hinn, sem
setið hefir að sumbli? Hver haldið þér að rísi sælli og
heilbrigðari úr rekkju næsta morgun?
»í tornöld á jörðu var frækorni sáð«. Sáðmaðurinn var
5