Eimreiðin - 01.01.1921, Blaðsíða 86
86
[EIMREIÐIN
Upp til fjalla
eftir
Hjört Björnsson frá Skálabrekku.
Síðastliðið sumar (1920) starfaði eg,
ásamt tveim mónaum öðrum að við-
haldi fjallvega. Skyldum við baetasyðsta
hluta Kaldadalsvegar um Víðiker og
Tróllháls og svo Uxahryggi, alt að
bygð í Lundarreykjadal. Þaðan áttum
við að fara norður á Arnarvatnsheiði
og Grimstunguheiði og ryðja veginn
frá Arnarvatni norður í Vatnsdal í
Húnavatnssýslu. En þaðan skyldum
við svo fara austur á Kjöl ef tími ynnist til.
Um þessa sumardvöl í heimkynnum náttúrunnar ætla
eg að fara fáeinum orðum.
Við lögðum af stað úr Reykjavik 24. júní, áleiðis til
Þingvalla á vöruflutningabifreið, með farangur okkar, tjald,
verkfæri, vistir o. fl. Úr þingvaliasveit fórum við svo með
hann á þrem hestum, er við höfðum með okkur yfir sum-
arið — norður á óbygðirnar milli Borgarfjarðar og Þing-
vallasveitar, um Hofmannaflöt, upp hjá Meyjarsæti og norð-
ur með Tröllhálsi. Norðvestan við Tröllháls eru Viðiker;
þar er tjaldstaður gangnamanna úr Þingvallasveit. Var þar
oft glatt á hjalla áður fyr, svo sem víðar i slíkum stöð-
um þá er Bakkus hafði völd og frelsi.
Norðan við Víðiker og Tröllháls eru hin svo kölluðu
Sæiuhús. þar skiftast vegir, liggur annar norður Kaldadal,
en hinn vestur Uxahryggi.
í Sæluhúsum reikar hugurinn ósjálfrátt til atburða, er
skeðu á löngu liðnum öldum. Hér, sem víðar hefir dauð-
inn gert staðinn frægan. Hérna undir hárri brekku enti
æfi sina sá, er talinn hefir verið góðmálgastur allra
Hjörtur Björnsson.