Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1921, Blaðsíða 29

Eimreiðin - 01.01.1921, Blaðsíða 29
EIMREIÐINJ í WEINGARTEN. 29 vóru þó ekki skóladrengir sem nú umkringdu mig. Það voru hermenn, ungir og gamlir, sem verið höfðu í hin- um ógurlegu orustum á vígvöllunum í Flandern og Els- ass, fluttir þaðan með sundurtætta limi og hin ægilegustu holsár og settir hingað — í varðhald. Samræður mínar við þessa hermenn stóðu alllengi og get eg það eitt um þær sagt að mér voru þær hreinasta upp- lyfting. Alt var óþvingað og innilegt eins og meðal góðra félaga. Þeir héldu nokkurnveginn áfram við skreytingu salsins, þrátt fyrir þetta; altaf voru einhverjir starfandi við það. Þeir komu og fóru þannig, að álika margir voru jafnan í kringum mig. Eg þóttist hafa heilsað þeim öll- um og að minsta kosti talað nokkur orð við sérhvern þeirra. Nokkrir þeirra sem verst voru farnir og voru ekki starlTærir studdust fram á hækjur sínar hjá mér allan tímann. Eg tók fljótlega eftir því að þeir vildu vita hver eg væri eiginlega og hvar eg ætti heima. Eg kynti mig því fyrir þeim, sagði að eg væri kaþólskur klerkur, og hefði verið tólf ár á hinni fögru ættjörð þeirra, »Za dousée France« (hinu sæta Frakklandi) eins og það er nefnt í »Chanson de Roland« (Rolandskvæðinu). Þeir urðu auðsjáanlega forviða að heyra þetta. Eg sá strax hve góð áhrif það hafði á þá, og eftir þetla kölluðu þeir mig aldrei »Monsieur« né »Monsieur l’Abbé« heldur altaf »Mon Pére«. Samtalið hélt áfram og bar margt á góma. Sumir af þessum hermönnum voru hámentaðir menn og gátu tal- að við mig latinu. Einum pilti veitti eg eftirtekt fyrir það að hann var enn þá dekkri yfirlitum en hinir. Er eg spurði hann hvort hann væri undan Pj'reneafjöllum — þaðan voru flestir þeirra sem unglegastir voru — svaraði hann og hló prakkaralega: »Nei, faðir, eg er landsmaður Napóleons mikla!« Eg sagði honum frá hve mjög eg hefði þráð að koma til Korsiku, ættjarðar hans, þó að aldrei hafi getað orðið af því, og varð hann himinlifandi við að heyra það. Eg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.