Eimreiðin - 01.01.1921, Blaðsíða 87
EIMREIÐIN]
UPP TIL FJALLA
87
tslendinga, Jón biskup Vídalín, eða »meistari Jón« eins
og hann oft var kallaður.
Sagt er að hér hafi hann dáð einna mest útsýni, enda
er það stórfenglegt, þar sem Skjaldbreið blasir við í miðj-
um sjóndeildarhringnum, með úfinn hafsjó af storknuðu
grjóti alt í kring um sig, en lengra í fjarska ótal fjöll og
tindar og nyrðst drífhvítar hjarnbreiður Langjökuls. Nú
eru tvær aldir liðnar síðan, — það var 1720 — að hann
ætlaði vestur að Staðarstað; var þar þá nýlátinn Þórður
prófastur Jónsson mágur Vídalíns, en þeir höfðu lofað
hver öðrum því, að sá er lengur lifði skyldi flytja líkræðu
yfir hinum. Komst hann með fylgd sinni undir brekku
þessa, sem síðan heitir Biskupsbrekka — og dó þar
snemma dags, 30. ágúst. Var lík hans síðan flutt á þriðja
degi suður yfir Skjaldbreiðarhraun, niður Hellisskarð og
suður í Skálholt og jarðað þar með mikilli viðhöfn 6.
september1).
Skamt fyrir norðan Biskupsbrekku eru Hallbjarnarvörð-
vir; eru það grjóthólar með nokkrum vörðubrotum. Frá
því er sagt í Landnámu, að þar væri drepinn Hallbjörn son
Odds frá Kiðjabergi, með tveim förunautum sínum. Hafði
hann drepið konu sína, því ekki vildi hún fylgja honum,
en óástúðlegt er sagt að hafi verið með þeim hjónum.
Þar á nyrðri hæðinni vó hann þrjá af mönnum Snæbjarnar
þess, er eftir honum reið. »Snæbjörn hjó þá fót af Hall-
birni í ristarlið, þá hnekti hann á ena syðri hæðina ok
vá þar tvá menn af Snæbirni ok þar fell Hallbjörn; þvi
eru þrjár vörður á þeirri hæðinni en fimm á hinni« —2)
í Sæluhúsum eru allmiklir mýraflóar, og gróður yfirleitt
mikill. Fyrir skömmu fundust þar dálitlar laugavelgjur,
en hitinn aðeins 8—10° C. Vestur af Sæluhúsum eru Uxa-
hryggir, háir urðarásar, úr stórkornóttum grásteini en grá-
mosi í holunum. Er vegur sá afarslæmur og mundi kosta
mikið fje og fyrirhöfn að gera hann góðan.
Norðan við Uxahryggi er Beyðarvatn, allstórt og djúpt.
í því er silungsveiði nokkur, og þjóðsaga segir, að þar
1) Jón Halldórsson: Biskupasögur I. bls. 373—4. 2) Landnáma 30. kap.