Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1921, Side 87

Eimreiðin - 01.01.1921, Side 87
EIMREIÐIN] UPP TIL FJALLA 87 tslendinga, Jón biskup Vídalín, eða »meistari Jón« eins og hann oft var kallaður. Sagt er að hér hafi hann dáð einna mest útsýni, enda er það stórfenglegt, þar sem Skjaldbreið blasir við í miðj- um sjóndeildarhringnum, með úfinn hafsjó af storknuðu grjóti alt í kring um sig, en lengra í fjarska ótal fjöll og tindar og nyrðst drífhvítar hjarnbreiður Langjökuls. Nú eru tvær aldir liðnar síðan, — það var 1720 — að hann ætlaði vestur að Staðarstað; var þar þá nýlátinn Þórður prófastur Jónsson mágur Vídalíns, en þeir höfðu lofað hver öðrum því, að sá er lengur lifði skyldi flytja líkræðu yfir hinum. Komst hann með fylgd sinni undir brekku þessa, sem síðan heitir Biskupsbrekka — og dó þar snemma dags, 30. ágúst. Var lík hans síðan flutt á þriðja degi suður yfir Skjaldbreiðarhraun, niður Hellisskarð og suður í Skálholt og jarðað þar með mikilli viðhöfn 6. september1). Skamt fyrir norðan Biskupsbrekku eru Hallbjarnarvörð- vir; eru það grjóthólar með nokkrum vörðubrotum. Frá því er sagt í Landnámu, að þar væri drepinn Hallbjörn son Odds frá Kiðjabergi, með tveim förunautum sínum. Hafði hann drepið konu sína, því ekki vildi hún fylgja honum, en óástúðlegt er sagt að hafi verið með þeim hjónum. Þar á nyrðri hæðinni vó hann þrjá af mönnum Snæbjarnar þess, er eftir honum reið. »Snæbjörn hjó þá fót af Hall- birni í ristarlið, þá hnekti hann á ena syðri hæðina ok vá þar tvá menn af Snæbirni ok þar fell Hallbjörn; þvi eru þrjár vörður á þeirri hæðinni en fimm á hinni« —2) í Sæluhúsum eru allmiklir mýraflóar, og gróður yfirleitt mikill. Fyrir skömmu fundust þar dálitlar laugavelgjur, en hitinn aðeins 8—10° C. Vestur af Sæluhúsum eru Uxa- hryggir, háir urðarásar, úr stórkornóttum grásteini en grá- mosi í holunum. Er vegur sá afarslæmur og mundi kosta mikið fje og fyrirhöfn að gera hann góðan. Norðan við Uxahryggi er Beyðarvatn, allstórt og djúpt. í því er silungsveiði nokkur, og þjóðsaga segir, að þar 1) Jón Halldórsson: Biskupasögur I. bls. 373—4. 2) Landnáma 30. kap.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.