Eimreiðin - 01.01.1921, Blaðsíða 17
EIMKEIÐINI DR. MATTHÍAS JOCHUMSSON
og svipaðist vítt yfir heima.
— Þess hróður er mestur, sem hæstur fer
og horfir um víðasta geima.
Og þó var hann barn, sem beygði sín kné
þar sem blómið greri og tárið hné,
sem elskaði sálnanna instu vé
og alt, sem að þar var falið,
og alt af fann til þar sem andvarp sté
og eitthvað var beygt og kalið.
III.
Hvert var hans starf meira en áttatíu ár?
— Elska, leita, hlusta, fræða, þerra tár,
benda þjóð á guð sinn og græða hryggra sár.
Hann hefir vakið og hughreyst heila þjóð,
hjarta hennar ornað við sína ljóðaglóð,
tendrað hennar elda og troðið hennar slóð.
Hann gekk stundum jöklum, grjóti og þyrnum á
— en gróður lífsins mátti í sporum hans sjá.
Ilmbylgja ódauðleikans steig þeim gróðri frá.
Hann sagðist finna hönd guðs hjarta manna á,
heyra ’ann skýra sál vorri eilífðinni frá,
sjá hann helgum táknum á stigu vora strá.
Enginn fegur boðaði sigur sannleikans,
sólskinsbirtu trúar, almátt kærleikans.
— Guð býr í oss öllum, var insta trúin hans.
Er söng hann lífi dýrð, var dauðinn ekki til,
drottinn sjálfur veitti öllu kraft og dýpt og yi,
alt stefndi á leið til friðar úr styrjaldar bjd.