Eimreiðin - 01.01.1921, Blaðsíða 39
EIMREIÐINl
HJÁLP.
39
En ég er að hugsa um, hvort ég á að fara með það
sjált eða senda Helgu með það. Konsúlsfrúin fitlaði hugs-
andi við dýrindis hálsmenið. Hér var úr vöndu að ráða.
Umsvifaminst var að senda Helgu vinnukonu með bagg-
ann, en það sýndi þó ennþá meiri fórnfýsi og umhyggju
fyrir fátæklingunum að fara sjálf. — Skyldi læknisfrúin?
Hún hafði sagt þessi tíðindi við kaffidrykkjuna og verið
hvatamaður að því, að Kvenfélagið gæfi. Hún ætlaði líka
að gefa sjálf. Skyldi hún fara sjálf eða senda? Ef hún
bara vissi það. Henni var ekki nóg að gefa bara. Það var
auðvitað sælt, en sál hennar heimtaði metnaði sinum full-
nægt með því að vera læknisfrúnni fremri í aðferðinni.
— Farðu sjálf og taktu Helgu með þér. Hún getur
borið böggulinn, sagði konsúllinn og brosti að vandræð-
um konu sinnar.
- Ég er ekki að hugsa um það, flýtti frúin sér.að
segja.
En þetta var þó heillaráð. Ekki vegna þess að Helga
þyrfti að bera böggulinn, en læknisfrúin mundi áreiðan-
lega ekki hafa það svona. Menn verða að vera dálítið
frumlegir. Það er ekki nóg að tilgangurinn sé góður ef
formið er pokalegt, það eru ekki nema smásálir, sem
gera sig ánægðar með það. Það á að vera samræmi í
hlutunum. Mentað samræmi. Hún stóð á fætur og flýtti
sér út úr stofunni með þeim þéttleik sem henni var
áskapaður, og þeim öruggleik, sem tekin ákvörðun veitir
miklum og góðum sálum.
Í skúrnum ríkti sorg og gremja, þjáningar og vanstill-
ing, þegar konsúlsfrúin ásamt Helgu vinnukonu kom
þangað til hjálpar og huggunar. þær komu mátulega til
þess að heyra niðurlagið á ávitunarræðu yfir næst elsta
krakkanum, sem olli of miklum hávaða. Ef til vill hefði
ræðan endað með viðeigandi kinnhesti hefði konsúlsfrúin
ekki drepið á dyrnar. Hún gekk inn síðan.
Skúrinn var ekki þiljaður í sundur, heldur var alt í
senn eldhús, svefnstofa og barnaherbergi. Megna gufu og
ólykt lagði að vitum konsúlsfrúarinnar og réðist með