Eimreiðin - 01.01.1921, Blaðsíða 125
EIMREIDINI
RITSJÁ
125
og vættir öræfa kveða við upptök
vögguljóð kaldra strauma. (bls. 60)
Háskólaljóðin eru að verða klassisk og mörg fleiri af tækifæris-
kvæðum hans eru ágæt.
Samt eru pessi tækifæri bönd á list hans. Það má vel flnna
þegar peim sleppir og gáfa hans nýtur sín ófjötruð. Að visu er
varla nokkurt kvæði i bókinni, sem sest á bekk með allra skær-
ustu perlunum, sem við eigum, en á hinn bóginn má segja að
heill hópur peirra skipi sér í röð góðkvæðanna. Þar kemur t. d.
kvæðið »Móðirin« (bls. 123—124). Hefir ef til vili áður verið
kveðið á hærri tónum um móðurást, en aldrei með meiri inni-
leik og aðdaun:
Að hossi pér gæfan en hún eigi bágt,
er hróplegust synd móti skaparans lögum.
»Pegar skáldið dó« (bls. 172—180) er eitt veigamesta kvæðið. í
raun réttri höfum við heyrt aðalefnið i pví oft áður, en pó er
svo margt vel sagt par og margt skoðað frá nýrri hlið, að gildi
pess stendur óhaggað. Pa má nefna 3 kvæði, sem voru i kverinu
1904: Mannlýsing (hét áður F.ftirmæli) (bls. 181), Grafssrift (bls.
215) og Svarti fuglinn (bls. 208). Og loks verður ekki svo við
petta mál skilist, að ekki sé nefndur »Göngusöngur« (bls. 183).
Hann er frá formsins hlið sannnefnt prekvirki, en auk pess er
hann svo afbragðs hressilegur og frjáls að synd og skömm má
heita, ef hann fær ekki tóna sér samboðna, og verða sunginn og
trallaður af göngugörpum landsins.
Porsteinn Gislason á vonandi margt eftir óort, og hann liflr
án efalengi með pjóðinni, pvi hún kann að meta vel kveðin Ijóð
og hressileg. M. J.
H. G. Wells: OUTLINE OF HISTORY (Waverley Book Co.).
Eg hefi tvisvar getið um rit petta, fyrstu úlgáfuna, i Lögiéttu,
en eftir peim vinsældum að dæma, sem pað heflr átt hér að
fagna, mun pað engan hneyksla pótt minst sé á pað einu sinni
enn, nú pegar pað er komiö i nýrri, endurskoðaðri, aukinni og
að pví er talið er, stórum endurbættri útgáfu.
Bókin er í pessari útgáfu, eins og i frumútgáfunni, í tveim
pykkum bindum i stóru broti (28 X 19 sm.) og prentuð á mjög
vandaðan pappír. Auk pess fjölda af myndum, sem er i textan-
um, eru í henni 64 litmyndir á sérstökum blöðum. Pær pykja
hin mestu listaverk og hafa auk pess allar sögulegt gildi. Er
mælt að kostað hafl yflr 1000 sterlingspund að gera pessar 64
myndir, og er pað, ásamt mörgu öðru, dæmi pess, hve lítið heflr
verið til pess sparað að gera bókina sem best úr garði. í pess-
ari útgáfu eru allar myndir J. F. Horrabins, pær ervoruí frum-
útgáfunni og nú eru frægar orðnar.