Eimreiðin - 01.01.1921, Blaðsíða 88
88
UPP TIL FJALLA
[EIMREIÐIK
hafi tveir menn — sinn í hvort skifti, veitt gylta spröku,
en þorðu ekki að draga og skáru á færið; voru sprökur
þessar sendar af forsjóninni til að eyða eitruðum »dömp-
um« úr vatninu, sem gerðu silungnum skaða.
Hinn 14. júlí lukum við þvi, er gera átti á þessari leið,
og daginn eftir héldum við norður á Kaldadal; komum á
veginn í Brunnum, en það er helsti áfangastaður sunnan
við Kaldadal, gras er þar nóg og vatn. Litlu norðar er
Egilsáfangi; þar eru efstu grös að sunnan, og fult af síkj-
um og smápyttum, svo að þar er hin mesta hætta að
vera með hesta, — enda varð Agli gamla að því — þeim
er áfanginn er við kendur. Er svo sagt, að hann hafi áð
þar í átján vor, þá er hann var í skreiðarferð suður, og
misti þar hest í hvert sinn, voru það tröll er áttu heima
í Fanntófelli, sem er móbergshnúkur suður úr Okinu, er
gerðu karli svo stirfið ferðalagið. Höfðu þau engi þarna,
og vildu ekki að það bitist, sem ekki var von; en karl
var einþykkur og þótti leitt að láta undan, enda gáfust
tröllin upp er þau höfðu fengið átjánda hestinn.
Nokkru norðar en Egilsáfangi er hin landfræga beina-
kerling; er hún nokkuð lág og lítilfjörleg, hlaðin úr Ijót-
um móbergssteinum. Fáein stórgripsbein eru þar, en mjög
gömul og fúin. Margri stökunni, laglega gerðri, hefir ver-
ið stungið að vörðunni, þó að misjafnlega hafi þær verið
prúðar, og vafasamt hvort slíkt á sér ekki stað ennþá,
þegar hagyrðingar fara Kaldadal. Norðan við kerlingu
byrjar eiginlega sjálfur Kaldidalur. þar er fremur ömur-
legt um að litast, jöklarnir til beggja handa, Ok að vest-
an, Langjökull að austan, en á milli þeirra langir hálsar
af jökulruðningi síðan á ísöld, þar á meðal Langihryggur
sem vegurinn liggur eftirhann er allhár, 739 m. yfir sjó.
A milli ásanna eru stórar fannir og hvergi stingandi strá.
Þá er Langahrygg sleppir tekur við Skúlaskeið, gamalt
grásteinshraun, sem hefir verið afarörðugt yfirferðar áður
en rutt var, en á þvl lét Bjarni amtmaður Thorarensen
byrja fyrir eigin reikning; átti hann þá við ramman reip
að draga, þar sem var að koma mönnum i skilning um
þörf á endurbættum fjallvegum.