Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1921, Page 88

Eimreiðin - 01.01.1921, Page 88
88 UPP TIL FJALLA [EIMREIÐIK hafi tveir menn — sinn í hvort skifti, veitt gylta spröku, en þorðu ekki að draga og skáru á færið; voru sprökur þessar sendar af forsjóninni til að eyða eitruðum »dömp- um« úr vatninu, sem gerðu silungnum skaða. Hinn 14. júlí lukum við þvi, er gera átti á þessari leið, og daginn eftir héldum við norður á Kaldadal; komum á veginn í Brunnum, en það er helsti áfangastaður sunnan við Kaldadal, gras er þar nóg og vatn. Litlu norðar er Egilsáfangi; þar eru efstu grös að sunnan, og fult af síkj- um og smápyttum, svo að þar er hin mesta hætta að vera með hesta, — enda varð Agli gamla að því — þeim er áfanginn er við kendur. Er svo sagt, að hann hafi áð þar í átján vor, þá er hann var í skreiðarferð suður, og misti þar hest í hvert sinn, voru það tröll er áttu heima í Fanntófelli, sem er móbergshnúkur suður úr Okinu, er gerðu karli svo stirfið ferðalagið. Höfðu þau engi þarna, og vildu ekki að það bitist, sem ekki var von; en karl var einþykkur og þótti leitt að láta undan, enda gáfust tröllin upp er þau höfðu fengið átjánda hestinn. Nokkru norðar en Egilsáfangi er hin landfræga beina- kerling; er hún nokkuð lág og lítilfjörleg, hlaðin úr Ijót- um móbergssteinum. Fáein stórgripsbein eru þar, en mjög gömul og fúin. Margri stökunni, laglega gerðri, hefir ver- ið stungið að vörðunni, þó að misjafnlega hafi þær verið prúðar, og vafasamt hvort slíkt á sér ekki stað ennþá, þegar hagyrðingar fara Kaldadal. Norðan við kerlingu byrjar eiginlega sjálfur Kaldidalur. þar er fremur ömur- legt um að litast, jöklarnir til beggja handa, Ok að vest- an, Langjökull að austan, en á milli þeirra langir hálsar af jökulruðningi síðan á ísöld, þar á meðal Langihryggur sem vegurinn liggur eftirhann er allhár, 739 m. yfir sjó. A milli ásanna eru stórar fannir og hvergi stingandi strá. Þá er Langahrygg sleppir tekur við Skúlaskeið, gamalt grásteinshraun, sem hefir verið afarörðugt yfirferðar áður en rutt var, en á þvl lét Bjarni amtmaður Thorarensen byrja fyrir eigin reikning; átti hann þá við ramman reip að draga, þar sem var að koma mönnum i skilning um þörf á endurbættum fjallvegum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.