Eimreiðin - 01.01.1921, Blaðsíða 28
28
í WEINGARTEN.
IE1MREIÐIN
bók hans »Meiri gleði« er eg hafði lesið eigi að eins á
frummálinu, þýsku, heldur einnig í danskri þýðingu.
Pegar eg hafði lagað mig til eftir ferðalagið og fengið
ágæta máltíð hjá prestinum, fýsti mig að fara að hitta
Frakkana mína.
»Þeir vita af að þér eruð kominn og bíða yðar með
eftirvæntingu; þeir teygja höfuðin út um öll op til þess
að reyna að sjá yður«.
Við héldum því óðara til þeirra. Við aðalinnganginn til
sjálfra hermannaskáianna varð fyrst fyrir okkur þýskur
varðmaður, feykilegur risi á vöxt, með brugðinn byssu-
sting, og hljóp hann þegar í veg fyrir okkur. Förunautur
minn tilkynti hver eg væri; varðmaðurinn sýndi strax
virðingarmerki að hermannasið og hleypti okkur framhjá.
Úti á görðunum var alt iðandi eins og maðkahrúga; þar
voru ungir þýskir hermenn að undirbúa sig undir sitt
blóðuga starf.
Við gengum upp stiga til hins eiginlega hátíðasals í
þessari risabyggingu. Þar vóru Frakkar í óðaönn að
skreyta salinn fyrir jólafagnaðinn, sem átti að vera »heima
fyrir«. Jólaguðsþjónustuna átti ég að framkvæma í dóm-
kirkjunni. Strax þegar inn kom heilsa eg að frönskum
sið með þvi að veifa húfunni nokkrum sinnum yfir liöfði
mér. Allir tóku undir, svo fjörlega sem Frakkar einir geta.
Eg fór strax að heilsa hinum næstu og ávarpaði þá
nokkrum vingjarnlegum orðum á þeirra eigin máli. —
Andlitin ljómuðu af gleði.
y>Bonjour Monsieur! — Bonjour Monsieur l’Abbé! Bonjour
mon Pére! (Sælir [góðan dag], herra! — Sælir, háæruverð-
ugi herra! — Sælir, faðir!) barst að mér úr öllum áttum.
Þrátt fyrir hin hræðilegustu sár og limlestanir, sem eg
fór nú fyrst að taka verulega eftir, þyrptust þeir í hnapp
utanum mig eins og fjörugir skóladrengir.
Mér fanst eg vera horfinn aftur í hóp skólabræðra
minna á Frakklandi. Það bar eigi sjaldan við að þeir
þyrptust utan um mig til þess að fá að heyra norræna bar-
dagasögu eða skrítið islenskt æfintýri; þeir stóðu og sátu
i hnapp utanum mig þá alveg eins og þessir nú. En það