Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Side 23
Æfisaga
23
fálkaskipinu briggen Falster, kapit. Tögering, samt fríkost,
og lagði frá Kaupmannahafnar legu p. 2an júlí — í vissri
von um að sjá aftur pennan elskaða stað, ef líf ljentist,
hvar hann hafði svo margs góðs notið og vel af komist
hvervetna; en annar ræður og forlög koma ofanað! —
Dann 25ta s. mánaðar sáu menn Vestmanneyjar, en lentu
fyrst pann 2an ágúst kl. 4 f. m. á Reykjavíkurhöfn. Var
pá sem allir hefðu Svein úr helju heimt, sem pektu hann,
pví borist hafði með skipum, að mislingasóttin hefði ban-
að honum, og pannig farið Sveina vilt.
III. Rannsóknarferðir á íslandi 1791—1794.
Næstliðins árs og vetrar harðindi í íslandi bægðu
Sveini frá að fá hesta keypta til töluverðrar reisu, og tók
hann strax að reyna, að ferðir í íslandi kosta vel svo
mikið sem annarstaðar, og eru góðum mun örðugri. Fanst
pað og á, að fríhöndlun var á alt komin, og almenning-
ur umkring Reykjavík farinn að læra hana. Dað besta
sumarsins var og úti, og tók hann pað pví af, að gjöra
smáreisur par um kring og upp um Borgarfjörð neðan-
verðan, en páði veturvist hjá landfógeta Skúla Magnús-
syni að Viðeyjarklaustri, og reyndi hann að dáðfylsta,
fróðasta, rjettsýnasta, reglubundnasta og ennpá á áttræðis-
aldri góðglaðasta, samt yfirhöfuð í flestu mesta og besta
manni og sínu fósturlandi velviljaðasta, pó mestöll stuðl-
an hans partil sýndist að litlu orðin, eða öðru en hann
vildi og ætlaðist til, hvað og var pað eina, sem hann
angraði í öllu sínu merkilega, iðjusama, en peim nú lifa
of ókunna og gleymda, fyrrum af sumum næsta mjög
öfundaða lífi. í pessu góða, reglusama húsi, sem vel
mörgum stóð og hafði staðið opið til greiða og gestrisni,
naut nú Sveinn ánægjusömustu veturvistar, brúkaði tíð
sína sem honum var mögulegt til undirbúnings sinnar