Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Qupperneq 26
26
Sveinn Pálsson
veg, en pó næst jöklum, vestur eftir, svo hann kæmist
suður yfir fjöllin fyrir veturnæturnar að Hlíðarenda, pví að
nú vantaði peninga til veturvistar fyrir prjá menn og
eins marga reiðhesta, par hann, sem áður er á drepið, ei
fekk stipendium sitt fyr en árið eftir. Lagði hann pá
upp úr Berufjarðarbotni vestur yfir Axarheiði og ýmsa
óbygða dalabotna, par til hann náði peim fagra Fljóts-
dal, er nafn dregur af Lagarfljóti, og í gömlum sögum
nefnist Heraðsdalur. Þá bjó par á Víðivöllum hálfbróðir
Sveins að nafni Jón Pálsson, 15 árum eldri, og hittust
peir sem albræður. í pessari ferð komst Sveinn í ná-
kvæman kunningsskap við ærumanninn Jón Stephensen
faktor á Djúpavogi, og pá uppvaxandi skólapilt Guttorm
Pálsson, síðan prest að Hólmum og Vallanesi, og skrifuð-
ust pessir prír árlega á upp paðan.
Jón sál. Pálsson var með betri silfursmiðum á sinni
tíð líkt og faðir peirra bræðra, og sálaðist á Sljettu við
Reyðarfjörð 31. augusti 1839 yfir nírætt. Guttormur
prestur mjög gefinn fyrir náttúrufræði, slóst hann í ferð
með Sveini uppað svonefndu Snæfelli, að ofan jökul-
klæddu, einstöku topplöguðu felli norðan undir Klofa-
eða Vatnajökuls austurenda. Sveinn áleit pað vel svo
hátt sem Snæfellsjökul, eftir barometer, en komst ei nema
vart priðjung upp í fellið. Petta fell hefur fyrr en landið
bygðist spúð eldi, pó nú sjeu góðir grashagar umkring
pað. Með peim var og í ferð ungur maður og frískur,
Pjetur að nafni, sonur pá lifandi en pensioneraðs land-
kirurgs Brynjúlfs Pjeturssonar. Hafði Pjetur pessi tekið
fyrir sig að kanna óbygðir, komst petta sumar vestur
undir svonefnd Hágöngufjöll, sem eru norðvestan undir
Klofajökli, og sneri par aftur vegna grasleysis við svo-
nefnt Hágönguhraun, er menn meina nátengt Ódáða-
hrauni. Hugði Pjetur að búa sig betur út með hey og
fleira, sumarið eftir, til að kanna betur, en druknaði í