Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Page 28
28
Sveinn Pálsson
að Hofstaðaseli og kvaddi Sveinn par sinn góða fræðara
og elskaða konrektor [meðskólastjóri] Halldór Hjálmars-
son í síðasta sinni. Daðan hjelt Sveinn að Steinsstöðum
til föður síns og var par fimm nætur. Öll háfjöll vóru nú
orðin alpakin af snjó og litu út til að vera lítt fær, en
par Sveinn mörgum árum áður hann sigldi var svo vog-
aður að leggja með hesta norður Kaldadal og Stórasand
í maímánuði, hvað svo fáir sem engvir fyrr nje síðar
vogað hafa, áræddi hann pað nú, án pess faðir hans aftr-
aði honum par frá, en rjeði honum að fara heldur Kjal-
veg en Sand, sem miklu lægri. Dað áræddi og Sveinn,
pó aldrei hefði hann pað áður farið; lagði af stað p. 6.
október og faðir hans með honum á fjöllin,1) pangað til
vegir pessir skilja á svonefndum Pingmannahálsi, hvar
peir feðgar pá að líkindum í síðasta sinni2) skildu, eftir
að sá eldri greinilega hafði frætt son sinn um öll vega-
merki.
Sveinn hjelt áfram suðurað, án pess að sjá nein
kennileiti vegna poku, og snjó-ófærðar meiri og meiri,
suður yfir Blöndu nær pví ófæra, tjaldaði um kvöldið
1) Qeta mætti hjer siðvenju sumra heiðvirðra Norðlinga á
þeim dögum: þegar þeir lögðu upp úr áfangastöðum, skyldi
einn laus ríða undan lestinni, en flestir á eftir; tóku þeir ofan
hatta sína, lásu sína vegabæn ! hljóði og sungu svo eitt eða
tvö ferðavess, og settu síðan upp höfuðfatið og hjeldu áfram.
2) Ekki varð þetta þó í seinasta sinni þeir sáust, því sumarið
1798 þ. 28. ágúst, þegar Sveinn hafði búið eitt ár á Kotmúla,
vissi hann ei fyrr en faðir hans kom öllum á óvart og einsam-
all að norðan Kjalveg, að heimsækja son sinn. Fór aftur til
baka 5. sept. og Sveinn með; urðu þeir að skilja við pjórsá,
því Sveinn var þá kallaður í lækniserindi suður í Reykjavik.
Næsta sumar eftir var Sveinn heimtaður norður i samfrænda-
skifti eftir foreldra sina; skildi þá síðasta sinni við föður sinn
þann 20. júní. Faðir hans andaðist nóttina eftir 30ta mars 1804,
*) ára gamall, í höndum dóttur sinnar Guðrúnar. *) Hjer vant-
ar áratöluna. Útg.