Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Síða 31
Æfisaga
31
um Suðurland. Meðal annars náði hann kunningsskap
Jóns nokkurs á Dorleifsstöðum á Rangárvöllum, Sigurðs-
sonar, alþekts fjalla ferðamanns, og sjerílagi kunnugs við
og umkring pau svonefndu Fiskivötn, sem tvíllaust eru
pau í fornsögum nefndu Tröllavötn, og lofaði hann Sveini
heimuglega að ferðast með honum pangað norður, og
yfirbevísa hann um tilveru ins nafnkenda Ódáðahrauns,
sem á að liggja eina dagferð í landnorður frá tjeðum
vötnum, suðvestan undir áðurnefndum Hágöngufjöllum
eður útnorðurenda Klofajökuls. Byrjuðu þeir tveir einir
ferð sína norður til vatnanna pann 26. ágúst haustið
[17]95, eyddu par til ógæfu fjórum dögum, Jón til að
drepa álftir, (sem um pað leyti árs eru í sárum), en
Sveinn til að skoða og útmála landslagið, sem par er
hið merkilegasta. Það lítur svo út sem par í fyrstu hafi
verið stóreflis rennandi ár, en við jarðeld umbreyttar til
fjölda af stöðuvötnum; milli hvers vatns er rennandi á og
seinast útí Túna eða Tungn-á, en hún rennur vestur í
Djórsá. Brunahraun er og kringum vötnin, en pau full
af silungi. Daginn áður en ferðin að Ódáðahrauni átti
að gilda, fjell á allramesta óveður af stormi, haglhryðjum
og kraparegni, með dimmustu poku, sem viðhjelst til 2.
sept. með mestu ákefð, svo Ódáðahraunsferðin hlaut að
slást af. Deir urðu matarlausir og komust með naum-
indum fram yfir Túná og að Hlíðarenda aftur.
Niður til sveita í Landeyjum og Pykkabænum varð
í pessu óveðurskasti mesti heyskaði af vatnaflóðum. Rit-
korn um landslag og fleira við og umkring Fiskivötn
finst í dagbók Sveins fyrir pað ár, pó ekkert yrði úr
Ódáðahraunsfundinum. Samt komst Sveinn næst pví hjá
Jóni, að Ódáðahraunsbygð væri i krika suðvestanundir
Hágöngufjöllunum, og fyrir framan pennan krika gengi
hraunbelti, og í eða með pví rynni Skjálfandafljót norður
af ofan til bygða, og að vart mundi yfir pað belti komist