Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Side 38
38
Sveinn Pálsson
gangandi terjusótt (Nervefeber), fyrst á felli aftur 12ta
mars. Úr pví bar fátt merkvert við par um kring, utan
fólk að hríðleggjast í áðurnefndri umgangssótt, sálgaði
hún par meðal annara merkismönnunum landfógeta Finne
p. 4ða og amtmanni Erichsen á Bessastöðum pann 7da maí.
Dann 25ta apríl frjetti Sveinn sorglegt lát Jóns bróður
síns, orðins úti í kafaldsbyl á Sölvahamri í útversferð að
norðan vestur undir Jökul.
Dann 12ta júní gladdi Svein koma konu hans suður
til venjulegra lestaferða, mátti hann pó ei fylgja henni
lengra tilbaka en upp að svonefndum Fóelluvötnum. En
par Sveinn hafði nú eignast meira af kaupstaðarvörum
og fiskæti hjá fólki par syðra en hún fengi flutt pað
heim með sjer, kom hún aftur í júlímánuði. . Var pá
sannfrjett orðið með skipum, að landphysicus Thomas Klog
væri ókominn að eins, og fekk Sveinn pá lausn, fór
með konu sinni úr Reykjavík p. lOda júlí, og komust pau
heim daginn eftir um sólaruppkomu, en Klog frjettist
kominn p. 29da.
Ðetta sumar og nokkur eftirfylgjandi ár dreif ekkert
merkilegt á daga Sveins. Hann var öðru hverju að
sækja um frí bújörð og vanst ekkert.*) Laun hans vóru
altaí pau sömu, sem áður er sagt: tvær djáknaölmusur
og 16 rd. í frí meðölum, en pað sló ekki mikið til.
Hann mátti til að róa sjer vertíðarhlut á Qrund undir
Eyjafjöllum hvern vetur, pó oft yrði stopult vegna sjúkl-
inga aðkalls; par að auki hjelt hann við vana Norðlend-
inga, hvern vortíma að fara með konu sína til grasa,
stundum norður á Kjöl, stundum vestur á Pingvallaheiðar
fjöll, og slógust stundum fleiri í pá ferð. Sumarhöndlun
sína drifu pau hjón helst i Reykjavík, stundum á Eyrar-
bakka, fóru oft bæði, en tíðast pó hún, og sýndi í pví
') Hjer er tilvísunarmerki, athugasemdina vantar.