Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Síða 63
Um stofnun mentaskóla í Skálholti
63
pó að vera kominn á fót fyrir púsund ára afmæli kristn-
innar á íslandi, eða þúsund ára afmæli ísleifs biskups.
III.
Jeg kom að Skálholti í fyrra, bæði til að sjá það
enn einu sinni og til að athuga að nýju kosti pess fyrir
skólasetur.
Skálholt er ágætur skólastaður. En skólann má
eigi reisa heima á bænum, heldur suðvestantil við Skál-
holtsása, eða Brúnirnar, sem svo eru nefndar. Dar
mjög skamt frá er Dorlákshver og fleiri hverir.
Dorlákshver einn er að áliti kunnugra manna nógur til
að hita upp skólann og öll pau hús, sem kynnu að verða
reist í kringum hann handa kennurum skólans. Vatnið
vellur og bullar sjóðandi uppúr hvernum, og er allmikið.
Með pví má spara alian eldivið til matreiðslu og hitunar
húsa. Par er og nóg vatn til heitra baða og sundlaugar.
Landrými er nóg í Skálholti. Par er ágætt land til
ræktunar. í Skálholti má hafa stórbú, pótt skólinn fengi
allmikið land til afnota, og hver kennari stórt garðstæði
kringum íbúðarhús sitt og 20—30 dagslátlur til ræktunar.
Sjerstakur prestur á eðlilega að vera í Skálholti.
Sóknarmenn eru svo fáir, að peir geta eigi launað hann
nema að litlum hlut, en hann mætti launa að nokkru
leyti með ársvöxtum af prestlaunasjóði Skálholts, er sá
sjóður vex. Hann er nýstofnaður, en hann parf að auka,
svo hann geti vaxið sem hraðast. Presturinn ætti að vera
kennari í kristnum fræðum í mentaskólanum; pað gæti
hann vel, pótt hann veitti prestspjónustu peim fáu bæjum,
sem kirkjusókn eiga að Skálholti.
Dað væri bæði ánægjulegt og gagnlegt, fagurt og
pjóðlegt, ef í Skálholti risi nú upp aftur hreint og göf-
ugt mentaból fyrir sveitirnar í hinu forna Skálholtsbisk-
upsdæmi, en sjerstaklega væri pað pýðingarmikið fyrir