Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Blaðsíða 66
66
Björnstjerne Björnson og Jón Sigurðsson
or Koht mjer leyfi til að birta brjef þessi. Jeg mundi
hafa gert það fyr, ef veikindi hefðu eigi hindrað mig, og
ef jeg hefði eigi beðið eftir pví að fá að sjá brjef Hilm-
ars Finsens landshöfðingja til B. B. frá 1870—1873, en
þau hafa ekki fundist.
Brjef þessi eru merkileg og verðskulda fyllilega að
koma fyrir almennings sjónir. En fyrst verður að skýra
nokkuð frá tildrögum peirra og hug B. B. til íslands.
Björnson hóf brjefaviðskiftin. Hann hafði í æsku
lesið nokkrar fornsögur vorar, danskar eða dansk-norsk-
ar pýðingar af Heimskringlu og nokkrum öðrum sögum.
E>á fjekk hann hlýjan hug til íslands og hafði hann síð-
an, pótt honum geðjaðist eigi sjerlega vel að íslending-
um, er hann fór að kynnast peim.
Haustið 1856 fór hann til Kaupmannahafnar og dvaldi
par hálft annað misseri. Hann leitaði pangað, pví honum
líkaði eigi sá andi, er rjeð í Kristjaníu. Hann kvaðst
vilja pangað sem skilningurinn var mestur og listin lengst
komin. Hann kom siðan oft til Kaupmannahafnar. E>ar
hefur hann á yngri árum kynst íslendingum, einhverjum
stúdentum á sínu reki.
Með brjefi 9. september 1864 sendi Björnson Carli
Ploug, skáldinu og ritstjóra „Föðurlandsins“, brjef frá
íslandi, er kom út í „Christiania Intelligenssedler" hinn
6. og 7. september. Hann kveðst verða að senda hon-
um einu sinni eitthvað af peim frjettabrjefum frá íslandi*
„sem hafi í allan vetur vakið gremju hjer og muni gera
pað framvegis, par eð menn hjer hafi aulalega ást á ís-
landi“. Síðan segir hann:
„Hversvegna í skollanum getur fólkið par ekki ráðið
sjer sjálft? Jeg prífst ekki með neinum íslendingi, en
einmitt pess vegna vildi jeg ekki fyrir nokkurn mun eiga
meira saman við hann að sælda en hið nauðsynlegasta“
(Gro-Tid II, bls. 132—133).