Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Síða 72
72
Björnsljerne Björnson og Jón Sigurðsson
vanti hug og framtakssemi til að nota auðsuppsprettur
landsins. í sambandi við Danmörku geti íslendingar
ekki komist af án tillags frá Dönum, og petta tillag sje
nú í ríkispinginu notað sem vopn á móti íslandi. En
íslendingar krefjist skaðabóta fyrir sölu á jarðeignum
landsins og vanrækslu. Lie segir, að öðruvísi mundi
fara, ef ísland kæmi aftur í samband við Noreg, par sem
pað á heima samkvæmt sögu sinni, náttúru, legu og
frændsemi; pá mundi ísland blómgast í efnalegu tilliti.
Þá mundu porsk- og síldarveiðar við ísland verða ótæm-
andi auðsuppspretta eins og við Lófót, og hægt væri að
flytja allar afurðir íslands til Björgynjar. Vegalengdin
milli íslands og Björgynjar sje svipuð vegalengdinni frá
Björgyn til Lófóts. Að lokum segir Lie, að pað kunni
að vera hyggileg pólitík af Dana hálfu að láta Noreg fá
ísland aftur, pví að sjálfir kvarti Danir undan pví, að pað
sje peim að eins til pyngsla fyrir ríkisfjárhirðsluna. ís-
land hafi og best af pví bæði andlega og efnalega að
vera með Noregi. ísland er ekki eins og hr. Orla Leh-
mann segir, hluti af Danmörk; pað er hluti af Noregi,
sem gleymdist 1814. Norskir landsmálamenn hefðu fyrir
löngu átt að semja um að fá pað aftur (hjer gleymir Lie
pví, að Norðmenn höfðu 1819 fengið frá Dönum margar
miljónir fyrir ísland, sjá Ársritið 8. ár). „í höndum
Dana sje ísland lítils eða einskis virði, en með Noregi
eigi pað framtíð fyrir höndum. Dað væri sannarlega á-
stæða til pess, eins og máli pessu er nú komið, að hefja
samninga um petta við Dani. Með pví að koma samn-
ingum pessum í kring, áður en Noregur heldur púsund
ára hátíð sína,1) gæti konungur vor (p. e. konungur Norð-
manna og Svía) með endursameiningu íslands við Noreg
sett merki á haug Haralds hárfagra, sem mundi halda
') Þ. e í minningu um sigur Haralds hárfagra í Hafursfjarð-
arorustu.