Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Qupperneq 96
96
Björnstjerne Björnson og Jón Sigurðsson
deilan (Signal-fejden), af pví að Björnson hafði sagt í
greinum þessum, að breyta yrði merkjunum (Signalerne)
(Sbr. Bj. Björnson, Artikler og Taler I, bls. 357—88).
Björnson hætti ekki við íslands mál fyrir þessu. í
brjefi 23. júlí 1873 til Sofus Högsbro ritar hann: „Eins
og jeg hef sagt pjer einu sinni, vex mál íslands dag frá
degi. Hvernig mundi yður (p. e. Dönum) lítast á, ef
allur æskulýður á Norðurlöndum tæki að vinna að pví,
að greiða skuldaskifti íslands og yðar, svo að hin siðasta
átylla fjelli burt fyrir hinni óhæfilegu blöndun yðar i málefni
lands pessa. Jeg segi yður, að að því mun reka innan
fárra ára, ef þjer gerið ekki skyldu yðar. En pað mun
vekja hneyksli um alla Evrópu.“
Björnson var stundum pungorður og hlífði pá eng-
um. Hann var ákaflega tilfinningaríkur og viðkvæmur.
Um pessar mundir hafði hann verið að hugsa um
að rita dálitla bók um íslands mál, en nú voru bæði
Danir og Norðmenn orðnir honum svo reiðir, að hann
sá að pað var gjörsamlega gagnslaust, ef hann gerði pað.
En hinn 19. og 26. júlí 1873 komu út greinar um sjálf-
stæðismál íslands í Verslunar- og siglingatíðindum
Gautaborgar. Ritstjóri peirra var S. A. Hedlund, mikill
ágætismaður og einhver hinn besti vinur Björnsonar, en
greinarnar voru eftir Victor Rydberg, er síðar varð
einhver hinn frægasti rithöfundur Svía. Björnson ritaði
pegar 27. júlí brjef til Hedlunds og segir: „Guð blessi
Rydberg fyrir pað, að hann loksins hefur tekið til máls
um málefni íslands.“
Hann minnist nú á að pað purfi að skrifa stutta,
glögga bók um hið íslenska málefni. „Jeg hef efnið í
hana. En einmitt er jeg ætlaði að fara að rita hana,
byrjaði pýsk-franska stríðið, og síðan kom hið sameinaða
vinstri og að lokum dansk-pýska málið. Ef jeg gerði
pað nú, væri pað talið tóm mannvonska. En nú á Ryd-