Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Síða 108
108
Þarfur maður f sveit
kenslu, pegar hann var heima. Á Póroddsstað kendi hann
dálítið unglingum, og tvo síðustu veturna, sem hann var
fyrir norðan, kendi hann í unglingaskóla að Ljósavatni.
Ðar var kensla hans með lýðskólasniði.
Sjera Sigtryggur telur pað gæfu, að hann í æsku
var einn af hinum fáu nemendum Quðmundar Hjaltason-
ar og hins áhugasama danska samverkamanns hans.
Hann fór með Guðmundi til íslands, til pess að hjálpa
honum til að koma par lýðháskóla á fót. Dá lærði sjera
Sigtryggur að meta skólastefnu Qrundtvigs gamla,
er mest og best hefur vakið sveitamenn á fósturjörð sinni
og víðar til umhugsunar og framkvæmda.
Sjera Sigtryggur flutti vestur með peim ásetningi, að
reyna að láta komu sína verða hinum nýju sveitungum
sínum til gagns. En fyrst purfti hann að gæta embættis
síns og að kynna sjer ástandið í hinu nýja prestakalli
sínu og sýslu. Hann hugði í fyrstu að sýslufjelagið eitt
gæti átt ungmennaskóla á sínum vegum, en til pess
vantaði lifandi áhuga. Dað var pví ómögulegt. En
pví meiri var pörfin á vekjandi ungmennafræðsiu. Og
sjera Sigtryggur vildi ekki gefast upp.
Sumarið 1906 fór sjera Sigtryggur utan til Dan-
merkur, og paðan til Finnlands á krislilegan fund stú-
denta á Norðurlöndum. Ferð pessi er honum ógleyman-
leg og margt af pví, sem hann sá í báðum pessum
löndum. í Danmörk komst hann í kynni við ýmsa
menn, og var alstaðar tekið með góðvild og alúð.
Um haustið stofnaði hann ungmennaskólann að Núpi
með aðstoð bróður síns.
Það var happ fyrir sjera Sigtrygg að geta verið með
skólann á heimili bróður síns, pví hann hefur jafnan látið
kenslustarfi hans alt eftir, sem verða mátti pví til pægð-
ar og honum var unt. Líka gerðust fáeinir bændur í
Mýrahreppi fyrirtæki sjera Sigtryggs pegar vinveittir.