Aldamót - 01.01.1899, Page 3
Og yfir hafiö feröin gekk þeim fljótt,
en fyrir var þá eyöimörkin langa.
þ»ótt áfram væri’ af öllu kappi sótt,
þeim öröug margoft reyndist þrauta-ganga.
En þeir ei viltust; dag og dimma nótt
þeim drottinn lýsti’ um eyöimörku stranga;
hann ský um daga veginn lét þeim vísa,
en villugjarna nótt meö eldi lýsa.
Og margt kom fyrir þessa löngu leiö,
þeir liðu þorsta’ og hungur mörgum sinnuin
en drottinn studdi þá um þrautaskeið,
sem þjóöin síðan lengi hafði’ í minnum.
Svo liðu árin, leið var sjaldan greið,
en loks þeir náðu þráðum sælu-kynnum;
og eftir marga þraut og kvöl og kvíða
nú Kanaans við brosti landið fríða.
Hve dýrðlegt eftir dapran eyðisand
var drottins lýð að sjá um landið fríða,
hið fyrirheitna, ljúfa, kæra land
með lunda, vötn og gróður blómgra hlíða !
Nú úti virtist eymd og stríð og grand
og ekki vera framar neinu’ að kvíða.
En ekkert land er laust við böl og trega,
það lýður drottins reyndi margfaldlega.
þá bjuggu viltar heiðnar þjóðir hér,
það hraust var fólk, og vildi’ ei burtu rýma.
þeir urðu’ að berjast oft við heilan her,
og harðsnúin og löng var þessi glíma;
en braut þeir loks til sigurs ruddu sér,