Aldamót - 01.01.1899, Page 4
4
og svo var kyrt, — en þó ei nema’ um tíma.
Og banaspjót ]>eir báru hver á annan,
um boðskap guðs þeir lítið hirtu sannan.
,, ' i
þeir höfðu flutt í landið laga-spjöld,
en lögmálinu vildu þeir ei hlýða;
þeir höfðu margt af knárra kappa fjöld,
sem kunnu betur við að herja’ og stríða.
En loksins rann upp fögur friðar-öld;
þó féllu þeir á ný og urðu’ að skrfða;
og sökum þess þeir lögum guðs ei lutu
þeir lúta sjálfir öðrum þjóðum hlutu.
En þegar vegur þeirra stóð sem hæst
og þjóðin stóð í frægðar sinnar ljóma,
þá musteri þeir guði reistu glæst,
er geyma skyldi forna helga dóma.
En einatt frægð er fall og hrösun næst,—
það fellur skjótt á allan jarðar blóma.
Og hér fór eins; um guðs þeir hús ei hirtu
og helga dóma guðs þeir einskis virtu.
A þeirra kæra, fræga feðra-láð
nú féndur réðust, brutust þar til valda,
og útlendingum urðu þeir að bráð;
þeir urðu sinnar þverúðar að gjalda.
En aldrei brást þeim blessuð drottins náð,
er bezt þá studdi’ í þrautum fyrri alda.
Og yfir þeim æ hélt hann sinni hendi,
til hjálpar þeim hann marga spámenn sendi.
En þeir ei hlýddu helgri spámanns raust,