Aldamót - 01.01.1899, Page 9
9
Ei berjast þurfti lýöur hér til landa,
en liði skipað var þeim samt á mót,
því náttúrunnar öfl, sem öllu granda,
þeim eigi sýndu mikil blíðuhót.
En sér þeir ruddu braut til beggja handa
og brutust gegnum straum og öldurót.
Og víkings-lundin var þeim haröla lagin,
í vígum oft þeir stóöu margan daginn.
þeir settu bráðum lög og stjórn í landi,
en lögum oft ei sjálfir hlýddu þó;
þeim betur féll hinn forni víkingsandi,
því fjör var mikið, þrek og hreysti nóg.
En loks var þjóðin fest í friðarbandi,
og friður þá um stund í landi bjó.
En af sér skjótt þeir frið og frelsi brutu
og fyrir öðrum djúpt sig beygja hlutu.
En meðan fólkið frægðar stóð í ljóma
og frelsi þjóðar var sem allra mest,
guð henni birti sína dýru dóma
og drottinn gaf það, sem var allra bezt.
En kirkja guðs þótt glæstum næði blóma,
hún gat ei rót í margra hjörtum fest.
Um drottins boð þeir harðla lítið hirtu
og hamingju og frelsi sitt þeir myrtu.
Og þjóð, sem fyrr var frjáls á allar lundir,
nú frelsið sitt hið dýra missa hlaut,
og lúta varð hún aðrar þjóðir undir
og ýmislega reyna böl og þraut.
Og þannig gekk og leið um langar stundir,