Aldamót - 01.01.1899, Page 11
og þoldi margt af ókunnugum lýö.
Og sjálfur drottinn sitt varö fólk að aga
og sýndi því oft stranga’ og haröa tfð.
En mest þeir unnu sjálfum sér til baga,
og sífelt voru þráttanir og stríð.
Sinn veika kraft þeir veiktu enn þá meira,
en vildu’ ei drottins áminningar heyra.
Og þar var andi fornra Farísea,
er form og bókstaf sífelt hanga við;
og þar var andi kaldra Sadúkea,
er kýma’ að guði’ og öllum helgum siö.
Já, innan drottins eigin helgu véa
þeir eínnig komust. þó var gagnstætt mið,
því aðrir vildu anda mannsins binda,
en aðrir kirkju drottins burtu hrinda.
þó létu þeir í veðri sífelt vaka,
þeir vildu frelsi, -— hvaða frelsi þá ?
Á liðna tíð þá litu þeir til baka,
þeir lagastörf sín hreyknir mintust á;
í slíku fyrr þeir engan áttu maka,
og enn þeim frelsið títt á vörum lá.
En sjálfir þeir um háls sér lögðu helsi
og heimtuðu þó sífelt meira frelsi.
Og frelsið bauðst,—það frelsi’, er drottinn gefur,
það frelsi’, er hverjum manni boðið er.
Hvort vill ei sá, er fjötur fast um vefur,
þó feginn þiggja böndin leyst af sér ?
Ef lausnarinn oss leyst ei enn þá hefur,
í lasta-fjötrum bundnir erum vér.