Aldamót - 01.01.1899, Page 15
15
prestana, þegar þeir áminna um aö hugsa um dauÖami,
þá grunar mig, aö það sé eitthvað ekki heilbrigt við
það. Ætli það sé óhugsandi, að það stafi af því, að
hugsanin um að lifa sé þá ekki heilbrigð og lífið sjálft,
sem lifað er, vanheilt ?
Vitanlega eru prestarnir ekki að áminna fólk um
að hugsa um dauðann dauífans vegna, eða af því þeim
þyki svo vænt urn dauðann, heldur lífsins vegna, í
hagsmunaskyni við það, af því þeim þykir vænt um
lífið. þeir eru lífsins þjónar, en ekki dauðans, og vilja
vinna í þágu lífsins. þeir áminna því fólk um að hugsa
um dauðann, til þess að fólk skuli hugsa um aS lifa
og láta sér þykja vænt um það — einmitt það, sem
mennirnir í rauninni vilja. Og svo eru prestarnir
kallaðir ,,mann-hatarar“, af því þeir hata dauðann,
vilja sjálfir lifa og það að aðrir lifi með sér — þetta,
sem mennirnir sjálfir raunar helst vilja. Undarlegt
öfugsýni !
Mönnum hættir svo mjög við að láta sér misheyr-
ast og ná ekki í tóninn, sem talað er í. það er slæmt.
En verst er það, þegar mennirnir, sem eiginlega vilja
lifa, verða hjáróma við sjálft lífið, ná ekki í tón þess,
eru svo með líf sitt utan hjá, ósamstilt við hið dýrð-
lega lag lífsins.
Allur lifenda heimurinn prédikar fyrir oss um að
lifa, og kveður með óviðjafnanlegri rödd stórkostlega
lagið sitt: að lifa, með öllum ímyndanlegum tónlitum
og litbrigðum, og ,,laðar, leiðir, leitar, kallar, biður,
þrýstir, neyðir ‘ ‘ oss mennina til að lifa. En heyrum
vér ? — Vér getum vanist við röddina, eins og vér
venjumst við fossa-duninn. Sitjum svo í sömu spor-
unum og förum hvergi eða hrökkum undan, forðumst